Vilja brenna sorp í Helguvík 28. febrúar 2012 08:30 Mynd/Vilhelm Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lagt fram kauptilboð í sorpeyðingarstöðina Kölku á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar tilboðið upp á 10 milljónir dala, um 1,25 milljarða króna. Kalka er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum og hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að stríða á undanförnum árum. Gangi kaupin eftir áformar Triumvirate að flytja úrgang frá Norður-Ameríku til Íslands og brenna í sorpeyðingarstöðunni, sem er staðsett í Helguvík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, stærsta eiganda Kölku, staðfestir að tilboð hafi verið lagt fram og að væntanlegir kaupendur hafi kynnt sínar hugmyndir. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Heimildir Fréttablaðsins herma að tilboðið hafi átt að renna út 29. febrúar, næstkomandi miðvikudag, en að það hafi verið framlengt um nokkra daga svo að eigendur Kölku gætu tekið afstöðu til þess. Stöðin er í eigu Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga. Triumvirate Environmental er bandarískt sorpeyðingarfyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrirtækið sérhæfir sig í förgun á alls kyns iðnaðarúrgangi auk þess sem það þjónustar meðal annars heilbrigðis- og líftæknigeirann. Það sorp sem fyrirtækið hyggst flytja hingað inn til förgunar rúmast innan þeirra heimilda og reglugerða sem Kalka starfar eftir í dag. Íslenskt endurskoðunarfyrirtæki og lögfræðistofa hafa komið að málinu fyrir hönd Triumvirate. Sorpeyðingarstöðin Kalka er í eigu félags sem heitir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (SS). Fjárhagsstaða þess hefur verið afar bág. Eigið fé félagsins var neikvætt um 555 milljónir króna í lok árs 2010 samkvæmt síðasta birta ársreikningi og skuldir þess tæplega 1,3 milljarðar króna. Í maí 2011 var erlendum langtímaskuldum SS breytt í íslenskar krónur og lækkaði höfuðstóll lána þess við það um 163 milljónir króna. Endurskoðendur félagsins gerðu fyrirvara við undirskrift sína á síðasta ársreikningi og töldu að „nokkur óvissa" væri um möguleika félagsins til áframhaldandi reksturs. - þsj Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lagt fram kauptilboð í sorpeyðingarstöðina Kölku á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar tilboðið upp á 10 milljónir dala, um 1,25 milljarða króna. Kalka er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum og hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að stríða á undanförnum árum. Gangi kaupin eftir áformar Triumvirate að flytja úrgang frá Norður-Ameríku til Íslands og brenna í sorpeyðingarstöðunni, sem er staðsett í Helguvík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, stærsta eiganda Kölku, staðfestir að tilboð hafi verið lagt fram og að væntanlegir kaupendur hafi kynnt sínar hugmyndir. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Heimildir Fréttablaðsins herma að tilboðið hafi átt að renna út 29. febrúar, næstkomandi miðvikudag, en að það hafi verið framlengt um nokkra daga svo að eigendur Kölku gætu tekið afstöðu til þess. Stöðin er í eigu Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga. Triumvirate Environmental er bandarískt sorpeyðingarfyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrirtækið sérhæfir sig í förgun á alls kyns iðnaðarúrgangi auk þess sem það þjónustar meðal annars heilbrigðis- og líftæknigeirann. Það sorp sem fyrirtækið hyggst flytja hingað inn til förgunar rúmast innan þeirra heimilda og reglugerða sem Kalka starfar eftir í dag. Íslenskt endurskoðunarfyrirtæki og lögfræðistofa hafa komið að málinu fyrir hönd Triumvirate. Sorpeyðingarstöðin Kalka er í eigu félags sem heitir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (SS). Fjárhagsstaða þess hefur verið afar bág. Eigið fé félagsins var neikvætt um 555 milljónir króna í lok árs 2010 samkvæmt síðasta birta ársreikningi og skuldir þess tæplega 1,3 milljarðar króna. Í maí 2011 var erlendum langtímaskuldum SS breytt í íslenskar krónur og lækkaði höfuðstóll lána þess við það um 163 milljónir króna. Endurskoðendur félagsins gerðu fyrirvara við undirskrift sína á síðasta ársreikningi og töldu að „nokkur óvissa" væri um möguleika félagsins til áframhaldandi reksturs. - þsj
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira