Trúnaðurinn rofinn á milli þings og Ríkisendurskoðunar 29. september 2012 08:00 Fulltrúar Fjársýslu ríkisins sátu fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar í gær þar sem vinnubrögð vegna úttektar á kostnaði ríkisins við Oracle-kerfið voru rædd. Fréttablaðið/GVA Ríkisendurskoðun fær fjáraukalögin ekki til umsagnar vegna trúnaðarbrests á milli Ríkisendurskoðunar og Alþingis. Starfsmaður stofnunarinnar kom gögnum til Kastljóss, að sögn formanns fjárlaganefndar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi vísar því alfarið á bug að hann beri ábyrgð á trúnaðarbresti sem hafi orðið á milli Ríkisendurskoðunar og Alþingis. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda fjáraukalög næsta árs ekki til Ríkisendurskoðunar, eins og venja er, og bar meðal annars við trúnaðarbresti. „Ég hef ekki brotið trúnað gagnvart þeim,“ segir Sveinn. „Það er nefndin sem býr til þennan trúnaðarbrest, ekki ég. Það hefur aldrei verið trúnaðarbrestur á milli Ríkisendurskoðunar og fjárlaganefndar.“ Sveinn vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann hygðist segja af sér í ljósi þeirrar gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sætt undanfarna daga síðan Kastljós greindi frá skýrsludrögum stofnunarinnar um útgjöld ríkisins vegna Oracle, bókhalds- og mannauðskerfi ríkisins. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir ákvörðunina til komna vegna þeirra gagna sem komið hafa í ljós á undanförnum dögum og hafa verið til hjá Ríkisendurskoðun árum saman. „Þau eru býsna þung og alvarleg. Það var rekið á eftir því að fá þau gögn í hendur og alltaf voru þau „rétt að koma“. Svo er það á endanum einhver starfsmaður stofnunarinnar sem fær bara nóg og ákveður að láta fjölmiðla fá þessi gögn sem reynast síðan býsna alvarleg. Það er trúnaðarbrestur fyrir þingið sem fól Ríkisendurskoðun þessa vinnu.“ Björn Valur ætlast til þess að forsætisnefnd Alþingis taki málið fyrir hið fyrsta, en Ríkisendurskoðun heyrir undir hana. „Það er ekki hægt að búa við að traust ríki ekki á milli ríkisstofnana og Alþingis,“ segir hann. Ákvörðun nefndarinnar muni ekki tefja vinnuna við fjáraukalögin. Henni verði annaðhvort skilað án umsagnar Ríkisendurskoðunar, eða með hennar áliti, breytist forsendurnar þannig að trausti verði á ný komið á. „Það er enn mörgum spurningum ósvarað í þessu máli og við munum halda áfram að leita svara við þeim.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Ríkisendurskoðun fær fjáraukalögin ekki til umsagnar vegna trúnaðarbrests á milli Ríkisendurskoðunar og Alþingis. Starfsmaður stofnunarinnar kom gögnum til Kastljóss, að sögn formanns fjárlaganefndar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi vísar því alfarið á bug að hann beri ábyrgð á trúnaðarbresti sem hafi orðið á milli Ríkisendurskoðunar og Alþingis. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda fjáraukalög næsta árs ekki til Ríkisendurskoðunar, eins og venja er, og bar meðal annars við trúnaðarbresti. „Ég hef ekki brotið trúnað gagnvart þeim,“ segir Sveinn. „Það er nefndin sem býr til þennan trúnaðarbrest, ekki ég. Það hefur aldrei verið trúnaðarbrestur á milli Ríkisendurskoðunar og fjárlaganefndar.“ Sveinn vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann hygðist segja af sér í ljósi þeirrar gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sætt undanfarna daga síðan Kastljós greindi frá skýrsludrögum stofnunarinnar um útgjöld ríkisins vegna Oracle, bókhalds- og mannauðskerfi ríkisins. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir ákvörðunina til komna vegna þeirra gagna sem komið hafa í ljós á undanförnum dögum og hafa verið til hjá Ríkisendurskoðun árum saman. „Þau eru býsna þung og alvarleg. Það var rekið á eftir því að fá þau gögn í hendur og alltaf voru þau „rétt að koma“. Svo er það á endanum einhver starfsmaður stofnunarinnar sem fær bara nóg og ákveður að láta fjölmiðla fá þessi gögn sem reynast síðan býsna alvarleg. Það er trúnaðarbrestur fyrir þingið sem fól Ríkisendurskoðun þessa vinnu.“ Björn Valur ætlast til þess að forsætisnefnd Alþingis taki málið fyrir hið fyrsta, en Ríkisendurskoðun heyrir undir hana. „Það er ekki hægt að búa við að traust ríki ekki á milli ríkisstofnana og Alþingis,“ segir hann. Ákvörðun nefndarinnar muni ekki tefja vinnuna við fjáraukalögin. Henni verði annaðhvort skilað án umsagnar Ríkisendurskoðunar, eða með hennar áliti, breytist forsendurnar þannig að trausti verði á ný komið á. „Það er enn mörgum spurningum ósvarað í þessu máli og við munum halda áfram að leita svara við þeim.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira