Færri greinast með HIV-smit 23. apríl 2012 06:30 Haraldur Briem Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira