Innlent

Einn lést í bílveltu

Mynd úr safni
Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Skaftártunguveg, austan Kúðafljóts í morgun. Þrjú erlend ungmenni voru í bíl sem valt.

Einn karlmaður lést en hann sat í aftursæti bílsins. Hin tvö, karlmaður og kona, slösuðust lítilsháttar. Öll þrjú eru á þrítugsaldri og eru ferðafólk.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var fólkið nýkomið hingað til lands.

Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×