Innlent

Ökklabrotni ferðamaðurinn lentur

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú á fjórða tímanum við Landspítalann í Fossvogi með erlendan ferðamann sem slasaðist á gönguleiðinni að Glymi í Hvalfirði fyrr í dag.

Maðurinn hugðist ganga upp með fossinum en féll við þegar hann var kominn nokkuð ofarlega.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var maðurinn ökklabrotinn.

Erfitt var fyrir björgunarsveitarmenn að bera hann niður á flatlendi og því var brugðið á það ráð að kalla út þyrluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×