Hátíð helguð furðum, göldrum og gufupönki bergsteinn@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 00:01 Kjartan Y. Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson. Hátíð helguð furðusögum og skyldum bókmenntagreinum verður haldin í Norræna húsinu á föstudag og á laugardag. Íslenska furðusagnafélagið stendur að hátíðinni og stefnir á að gera hana að árlegum viðburði. Kjartan Yngvi Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson eru forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins, sem stendur fyrir hátíð í Norræna húsinu á föstudag og laugardag þar sem furðusögum verða gerð skil. Kjartan og Snæbjörn eru nýbakaðir handhafar Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir furðusöguna Hrafnsauga en Þorsteinn Mar er stofnandi Rúnatýs, forlags sem sérhæfir sig í furðusögum, hrollvekjum og vísindaskáldskap, og hefur sjálfur gefið út bækur undir merkjum þess. Þorsteinn Mar segir furðusagnahátíðina viðleitni til að bæta úr langvarandi skorti á umræðu um furðusögur hér á landi. „Umræðan er lítil en áhuginn er sannarlega til staðar. Við settum til dæmis á laggirnar hóp á Facebook þar sem fullt af fólki kom og spjallaði um furðusögur og það er greinilega eftirspurn eftir málþingi sem þessu." Auknar vinsældir furðusagna undanfarin misseri telur Þorsteinn skýrast af því að kynslóðin sem ólst upp við að lesa doðranta um Harry Potter sé einfaldlega vaxin úr grasi og vilji lesa fleiri bækur af sama meiði, auk þess sé uppsveifla í furðusagnamenningu á alþjóðavísu. „Þessu formi hefur augljóslega verið að vaxa fiskur um hrygg á Íslandi; Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað hrollvekjukennda reyfara, Stefán Máni skrifar hrollvekju og Guðrún Eva Mínervudóttir hefur skrifað furðusögukenndar skáldsögur undanfarin ár. Það er því heilmikill vettvangur fyrir þessa tegund bókmennta, við höfum bara ekki stigið skrefið til fulls og kallað þetta furðusögur." Dagskráin á hátíðinni er fjölbreytt og segir Þorsteinn að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem eru vel lærðir í fræðunum og þeir sem eru rétt að dýfa tánum í heim furðusagna. „Sjálfur hlakka ég mest til að hlusta á höfundana lesa upp, það er svo gaman að heyra hvernig þeir bera fram textann." Lífið Menning Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hátíð helguð furðusögum og skyldum bókmenntagreinum verður haldin í Norræna húsinu á föstudag og á laugardag. Íslenska furðusagnafélagið stendur að hátíðinni og stefnir á að gera hana að árlegum viðburði. Kjartan Yngvi Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson eru forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins, sem stendur fyrir hátíð í Norræna húsinu á föstudag og laugardag þar sem furðusögum verða gerð skil. Kjartan og Snæbjörn eru nýbakaðir handhafar Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir furðusöguna Hrafnsauga en Þorsteinn Mar er stofnandi Rúnatýs, forlags sem sérhæfir sig í furðusögum, hrollvekjum og vísindaskáldskap, og hefur sjálfur gefið út bækur undir merkjum þess. Þorsteinn Mar segir furðusagnahátíðina viðleitni til að bæta úr langvarandi skorti á umræðu um furðusögur hér á landi. „Umræðan er lítil en áhuginn er sannarlega til staðar. Við settum til dæmis á laggirnar hóp á Facebook þar sem fullt af fólki kom og spjallaði um furðusögur og það er greinilega eftirspurn eftir málþingi sem þessu." Auknar vinsældir furðusagna undanfarin misseri telur Þorsteinn skýrast af því að kynslóðin sem ólst upp við að lesa doðranta um Harry Potter sé einfaldlega vaxin úr grasi og vilji lesa fleiri bækur af sama meiði, auk þess sé uppsveifla í furðusagnamenningu á alþjóðavísu. „Þessu formi hefur augljóslega verið að vaxa fiskur um hrygg á Íslandi; Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað hrollvekjukennda reyfara, Stefán Máni skrifar hrollvekju og Guðrún Eva Mínervudóttir hefur skrifað furðusögukenndar skáldsögur undanfarin ár. Það er því heilmikill vettvangur fyrir þessa tegund bókmennta, við höfum bara ekki stigið skrefið til fulls og kallað þetta furðusögur." Dagskráin á hátíðinni er fjölbreytt og segir Þorsteinn að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem eru vel lærðir í fræðunum og þeir sem eru rétt að dýfa tánum í heim furðusagna. „Sjálfur hlakka ég mest til að hlusta á höfundana lesa upp, það er svo gaman að heyra hvernig þeir bera fram textann."
Lífið Menning Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning