Erlent

Öflugustu loftárásir stríðsins

GB skrifar
Eftir sprengingu í höfuðborginni Damaskus. nordicphotos/AFP
Eftir sprengingu í höfuðborginni Damaskus. nordicphotos/AFP
Lítið varð úr fjögurra daga vopnahléi sem reynt var að fá stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi til að fallast á fyrir helgi í tilefni af fórnarhátíð múslíma.

Í gær, á síðasta degi hins fyrirhugaða vopnahlés, gerði stjórnarherinn sextíu loftárásir á uppreisnarmenn. Þetta urðu þar með öflugustu loftárásirnar sem gerðar hafa verið á einum degi frá því stríðsátökin hófust.

Að minnsta kosti 500 manns létu lífið vegna átaka þá fjóra daga sem vopnahléið átti að standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×