Þrír leikstjórar skoða Húsið 25. október 2012 09:00 stefán máni Þrír innlendir leikstjórar hafa sýnt nýjustu bók Stefáns Mána áhuga.fréttablaðið/valli Þrír þekktir innlendir leikstjórar eru að íhuga að kvikmynda elleftu skáldsögu Stefáns Mána, Húsið, sem er nýkomin út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir að lesa bókina um þessar mundir með kvikmyndaréttinn í huga. Þessi áhugi kemur ekki á óvart miðað við viðbrögðin við kvikmyndinni Svartur á leik, sem var byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Um 62 þúsund manns sáu myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og er hún orðin næsttekjuhæsta íslenska mynd sögunnar á eftir Mýrinni með um áttatíu milljónir í aðsóknartekjur. Leikstjóri var Óskar Axelsson og með aðalhlutverk fór Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Stefán Máni hefur selt kvikmyndaréttinn að tveimur öðrum bókum sínum. Saga Film keypti réttinn að Ódáðahrauni fyrir þremur árum. Sá réttur náði til átján mánaða með möguleika á framlengingu og enn hefur myndin ekki litið dagsins ljós. Áður hafði fyrirtækið Zik Zak tryggt sér réttinn að Skipinu. Sá réttur rann út og var ekki endurnýjaður og fékk Stefán Máni hann því aftur í hendurnar. Söguþráður Hússins er á þann veg að drengur kemst lífs af úr bruna í Kollafirði á Þorláksmessu árið 1979 en foreldrar hans og tvö systkini farast. Seint í nóvember er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins. -fb Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þrír þekktir innlendir leikstjórar eru að íhuga að kvikmynda elleftu skáldsögu Stefáns Mána, Húsið, sem er nýkomin út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir að lesa bókina um þessar mundir með kvikmyndaréttinn í huga. Þessi áhugi kemur ekki á óvart miðað við viðbrögðin við kvikmyndinni Svartur á leik, sem var byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Um 62 þúsund manns sáu myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og er hún orðin næsttekjuhæsta íslenska mynd sögunnar á eftir Mýrinni með um áttatíu milljónir í aðsóknartekjur. Leikstjóri var Óskar Axelsson og með aðalhlutverk fór Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Stefán Máni hefur selt kvikmyndaréttinn að tveimur öðrum bókum sínum. Saga Film keypti réttinn að Ódáðahrauni fyrir þremur árum. Sá réttur náði til átján mánaða með möguleika á framlengingu og enn hefur myndin ekki litið dagsins ljós. Áður hafði fyrirtækið Zik Zak tryggt sér réttinn að Skipinu. Sá réttur rann út og var ekki endurnýjaður og fékk Stefán Máni hann því aftur í hendurnar. Söguþráður Hússins er á þann veg að drengur kemst lífs af úr bruna í Kollafirði á Þorláksmessu árið 1979 en foreldrar hans og tvö systkini farast. Seint í nóvember er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins. -fb
Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira