Kröftugir danskir rokkarar 25. október 2012 11:00 thee attacks Önnur plata dönsku rokkaranna er komin út hér á landi. Sveitin spilar á Gamla Gauki 2. nóvember. mynd/soren solkaer Önnur breiðskífa Thee Attacks er komin út hér á landi. Þessi hressilega danska rokkhljómsveit verður meðal gesta á Airwaves-hátíðinni í ár. Danska rokksveitin Thee Attacks hefur sent frá sér sína aðra plötu, Dirty Sheets, á vegum danska útgáfufélagsins Crunchy Frog og er hún komin út hér á landi. Hljómsveitin kemur fram á Airwaves-hátíðinni og verða opinberir tónleikar hennar á Gamla Gauki föstudagskvöldið 2. nóvember. Hún spilar einnig á nokkrum tónleikum utan dagskrár í kringum hátíðina. Thee Attacks kemur frá Álaborg á Jótlandi og var stofnuð árið 2007 af þeim Terry, Johnny og Jimmy. Ári síðar gekk Ritchie til liðs við bandið. Þeir félagar, sem búa núna í Kaupmannahöfn, gáfu út sína fyrstu breiðskífu 2010 sem hét That"s Misters Attack To You og var það Bretinn Liam Watson sem annaðist upptökustjórn. Hann hlaut Grammy-verðlaunin fyrir þátt sinn í plötu The White Stripes, Elephant. David Fricke, blaðamaður Rolling Stone, sem kemur einmitt á Airwaves í ár, hreifst mjög af That"s Mister Attack To You og valdi hana á topp tíu listann sinn yfir þær bestu það árið. Thee Attacks hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum undanfarin ár, meðal annars á Hróarskeldu, SXSW, By:Larm, Spot Festival, Reeperbahn Festival og Eurosonic. Breska tímaritið Mojo var afar hrifið af frammistöðu strákanna á SXSW í fyrra og setti tónleikana þeirra á lista yfir þá sjö bestu á hátíðinni. Nýja platan Dirty Sheets hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi þeirra og heiðarlegt og grípandi rokkið af gamla skólanum átt greiða leið að eyrum hlustenda. Meðal áhrifavalda eru einmitt sveitir á borð við The Kinks, The Who, The Small Faces og T.Rex. Eins hefur Thee Attacks hlotið mikið lof fyrir tónleika sína en hljómsveitin þykir einstaklega lífleg og kraftmikil á sviði.freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Önnur breiðskífa Thee Attacks er komin út hér á landi. Þessi hressilega danska rokkhljómsveit verður meðal gesta á Airwaves-hátíðinni í ár. Danska rokksveitin Thee Attacks hefur sent frá sér sína aðra plötu, Dirty Sheets, á vegum danska útgáfufélagsins Crunchy Frog og er hún komin út hér á landi. Hljómsveitin kemur fram á Airwaves-hátíðinni og verða opinberir tónleikar hennar á Gamla Gauki föstudagskvöldið 2. nóvember. Hún spilar einnig á nokkrum tónleikum utan dagskrár í kringum hátíðina. Thee Attacks kemur frá Álaborg á Jótlandi og var stofnuð árið 2007 af þeim Terry, Johnny og Jimmy. Ári síðar gekk Ritchie til liðs við bandið. Þeir félagar, sem búa núna í Kaupmannahöfn, gáfu út sína fyrstu breiðskífu 2010 sem hét That"s Misters Attack To You og var það Bretinn Liam Watson sem annaðist upptökustjórn. Hann hlaut Grammy-verðlaunin fyrir þátt sinn í plötu The White Stripes, Elephant. David Fricke, blaðamaður Rolling Stone, sem kemur einmitt á Airwaves í ár, hreifst mjög af That"s Mister Attack To You og valdi hana á topp tíu listann sinn yfir þær bestu það árið. Thee Attacks hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum undanfarin ár, meðal annars á Hróarskeldu, SXSW, By:Larm, Spot Festival, Reeperbahn Festival og Eurosonic. Breska tímaritið Mojo var afar hrifið af frammistöðu strákanna á SXSW í fyrra og setti tónleikana þeirra á lista yfir þá sjö bestu á hátíðinni. Nýja platan Dirty Sheets hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi þeirra og heiðarlegt og grípandi rokkið af gamla skólanum átt greiða leið að eyrum hlustenda. Meðal áhrifavalda eru einmitt sveitir á borð við The Kinks, The Who, The Small Faces og T.Rex. Eins hefur Thee Attacks hlotið mikið lof fyrir tónleika sína en hljómsveitin þykir einstaklega lífleg og kraftmikil á sviði.freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira