Feit hiphop-veisla á Airwaves 11. október 2012 00:00 Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár. Tónlist Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár.
Tónlist Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira