Veltir fyrir sér tilgangi vefmyndavéla 10. október 2012 00:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“ Frá því að Hallgerður Hallgrímsdóttir lauk námi í myndlist með ljósmyndun sem miðil vorið 2011 hefur hún haft í nógu að snúast. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlega ljósmyndaverkefninu European Borderlines og var valin ein sýnenda á samsýninguna Fresh Faced + Wild Eyed, sem stóð yfir í The Photographer‘s Gallery í London nú í september. Einnig mun hún ásamt Páli Stefánssyni ljósmyndara stýra raunveruleikaþætti fyrir ljósmyndara á Skjá Einum sem hefst í byrjun næsta árs. Hallgerður Hallgrímsdóttir útskrifaðist með BA Honours-gráðu í myndlist með ljósmyndun sem miðil (Fine Art Photography) frá Glasgow School of Art vorið 2011. Hallgerður er einnig með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands í textíl- og fatahönnun. Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“ Frá því að Hallgerður Hallgrímsdóttir lauk námi í myndlist með ljósmyndun sem miðil vorið 2011 hefur hún haft í nógu að snúast. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlega ljósmyndaverkefninu European Borderlines og var valin ein sýnenda á samsýninguna Fresh Faced + Wild Eyed, sem stóð yfir í The Photographer‘s Gallery í London nú í september. Einnig mun hún ásamt Páli Stefánssyni ljósmyndara stýra raunveruleikaþætti fyrir ljósmyndara á Skjá Einum sem hefst í byrjun næsta árs. Hallgerður Hallgrímsdóttir útskrifaðist með BA Honours-gráðu í myndlist með ljósmyndun sem miðil (Fine Art Photography) frá Glasgow School of Art vorið 2011. Hallgerður er einnig með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands í textíl- og fatahönnun.
Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning