Persónulegt uppgjör hjá Bigga 1. október 2012 00:01 Biggi Hilmars Tónlistarmaðurinn hefur sent frá sér sólóplötuna All We Can Be. mynd/maría kjartans Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira