Innlent

Aðstæðurnar góðar á Íslandi

Ofurhugarnir klæðast þurrbúningum til að halda á sér hita falli þeir af brettinu og í sjóinn. fréttablaðið/valli
Ofurhugarnir klæðast þurrbúningum til að halda á sér hita falli þeir af brettinu og í sjóinn. fréttablaðið/valli
"Sjósport er vaxandi jaðaríþrótt á Íslandi," segir ofurhuginn Janis Kozlovskis sem hélt sér í flugdreka og stóð á brimbretti við Seltjarnarnes.

Naprir haustvindar blésu í flugdrekann sem dró Janis áfram en hann lætur kuldann ekki á sig fá og segist stunda sportið allan ársins hring. "Fleiri og fleiri ferðamenn koma hingað til lands til að stunda þetta sport," segir Janis og fullyrðir að hér séu frábær skilyrði fyrir þetta jaðarsport.

Janis ætlar á næsta ári að opna vatnasportskóla hér á landi en hann hefur búið á Íslandi í átta ár. Þó eru einungis tvö ár síðan hann hóf að stunda sjósportið en mikil vinna bíður hans áður en draumurinn verður að veruleika.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×