Menning

Grín á þremur tungumálum

DeAnne Smith Uppistandarinn DeAnne Smith kemur fram á Iceland Comedy Festival.
DeAnne Smith Uppistandarinn DeAnne Smith kemur fram á Iceland Comedy Festival.
Uppistandarinn DeAnne Smith frá Montreal og Freddie Rutz, svissneskur grínisti og töframaður, koma fram á Iceland Comedy Festival 2012 sem verður haldin í september á Gamla Gauknum og í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Rökkvi Vésteinsson stendur fyrir komu þeirra og mun hann einnig troða upp.DeAnne Smith er bandarískur uppistandari, búsett í Montreal. Síðan hún byrjaði í uppistandi árið 2005 hefur hún verið einn af helstu uppistöndurum Montreal og komið fram úti um allan heim, þar á meðal í þættinum Last Comic Standing á sjónvarpsstöð NBC, The Comedy Network. Í fyrra kom hún óvænt fram hér á landi og þótti standa sig vel. DeAnne og Rökkvi kynntust í Montreal þegar DeAnne var að byrja í bransanum og hafa oft komið fram saman gegnum árin.Rutz er grínisti, töframaður og dansari. Á síðasta ári mætti hann með grínsýninguna sína á Edinburgh Fringe Festival. Rökkvi og Rutz ætla að vera með uppistand á þýsku saman en alls verða þrjú tungumál notuð á hátíðinni, eða enska, íslenska og þýska.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.