Svaf heila nótt í búningi 25. ágúst 2012 00:01 Tómas Lemarquis fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival. Hér sést hann í hlutverki sínu sem Berkano. fréttablaðið/arnþór birkisson Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira