Tónleikaferðalag um Tyrkland Sara McMahon skrifar 17. ágúst 2012 03:00 Hljómsveitin Sometime er komin með útgáfusamning í Tyrklandi. Nýrri plötu þeirra verður dreift þar og í Bandaríkjunum. Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi. „Maðurinn sem gefur plötuna út í Tyrklandi hefur verið vinur Danna á Facebook í mörg ár og hann vildi ólmur sjá um að dreifa plötunni í Istanbúl, Ankara og Izmir. Hann talaði líka um að fá okkur á túr um þessar þrjár borgir, það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman," segir Rósa Birgitta Ísfeld söngkona sem skipar sveitina ásamt Daníel Þorsteinssyni trymbli.Daníel hannaði Acid Make-Out umslagið, sem er einskonar þrívíddarskúlptúr.Daníel er búsettur í Barcelona um þessar mundir og stundar þar hönnunarnám. Hann tók að sér að hanna plötuumslag nýju plötunnar og segir Rósa Birgitta það nokkuð sérstakt. „Hann vildi að umslagið gæti lifað áfram sem eitthvað annað þar sem við teljum að geisladiskurinn sé að deyja út. Umslagið er eins konar þrívíddarskúlptúr og nokkuð sérstakt." Hljómsveitin heldur sína fyrstu tónleika eftir útgáfu plötunnar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í lok október. Einnig eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar á hinum nýopnaða skemmtistað Dolly síðar í haust. Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi. „Maðurinn sem gefur plötuna út í Tyrklandi hefur verið vinur Danna á Facebook í mörg ár og hann vildi ólmur sjá um að dreifa plötunni í Istanbúl, Ankara og Izmir. Hann talaði líka um að fá okkur á túr um þessar þrjár borgir, það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman," segir Rósa Birgitta Ísfeld söngkona sem skipar sveitina ásamt Daníel Þorsteinssyni trymbli.Daníel hannaði Acid Make-Out umslagið, sem er einskonar þrívíddarskúlptúr.Daníel er búsettur í Barcelona um þessar mundir og stundar þar hönnunarnám. Hann tók að sér að hanna plötuumslag nýju plötunnar og segir Rósa Birgitta það nokkuð sérstakt. „Hann vildi að umslagið gæti lifað áfram sem eitthvað annað þar sem við teljum að geisladiskurinn sé að deyja út. Umslagið er eins konar þrívíddarskúlptúr og nokkuð sérstakt." Hljómsveitin heldur sína fyrstu tónleika eftir útgáfu plötunnar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í lok október. Einnig eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar á hinum nýopnaða skemmtistað Dolly síðar í haust.
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira