Lagarfljótsormurinn fyrir sannleiksnefnd 17. ágúst 2012 11:00 Úr myndbandi Hjartar. Bæjarstjórinn segir Héraðsmenn ekki efast um tilveru Lagarfljótsorms en hins vegar gæti þetta verið eitthvert afkvæmi þarna á ferð. Myndbandið er á Youtube.mynd/Hjörtur Kjerúlf Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjerúlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heitið þeim sem tækist að festa orminn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tækist í framtíðinni að vitja verðlaunanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með myndband upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfirvöld á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefndarinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjartar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórðarson sagði það einkenni Héraðsbúa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á Youtube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðlamenn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endilega fræðast um Lagarfljótsorminn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjerúlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heitið þeim sem tækist að festa orminn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tækist í framtíðinni að vitja verðlaunanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með myndband upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfirvöld á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefndarinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjartar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórðarson sagði það einkenni Héraðsbúa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á Youtube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðlamenn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endilega fræðast um Lagarfljótsorminn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira