Fantasíurnar spanna allt litrófið 16. ágúst 2012 00:01 Hildur Sverrisdóttir segir kynlífsfantasíurnar í Fantasíu vera fjölbreyttar og spanna allt litrófið en bókin kemur út í dag. „Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira