Samaras boðar betri tíð í lok næsta árs 25. júlí 2012 05:15 Spánverjar fjölmenna nú á degi hverjum til mótmæla gegn sparnaðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. nordicphotos/AFP Ríkisstjórnin á Grikklandi reynir nú að semja við fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um næstu útborganir úr neyðarsjóðum þeirra. Fulltrúar þeirra komu til Grikklands í gær til að leggja lokamat á það hve grískum stjórnvöldum hefur tekist vel að standa við sparnaðaráform, sem voru skilyrði frekari fjárhagsaðstoðar. Grikkir eru í kappi við tímann, því takist ekki samningar í september hefur ríkissjóður Grikklands ekki bolmagn til að greiða afborganir af öllum lánum. Antonis Samaras forsætisráðherra lofar því að innan hálfs annars árs muni birta til og hagvöxtur hefjast á ný eftir langt samdráttarskeið. Þetta segir hann þrátt fyrir að sjö prósenta samdrætti sé spáð í ár. Samaras fór hörðum orðum á þingi í gær um stjórnmálamenn Evrópuríkja, sem hann sagði gera allt sem þeir gætu til þess að gera Grikkjum erfitt fyrir. Beindi hann þar spjótum sínum ekki síst að Philipp Rösler, sem er viðskiptaráðherra og aðstoðarkanslari Þýskalands. Rösler sagði fyrr í vikunni að tilhugsunin um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu væri ekki jafn skelfileg og áður. Staða Grikklands væri orðin það erfið að annar möguleiki væri varla lengur fyrir hendi. Rösler hefur reyndar verið harðlega gagnrýndur í Þýskalandi, einkum af stjórnarandstöðunni en einnig af stjórnarliðum. Með ummælum sínum er Rösler sagður stofna fjárhag Þýskalands í hættu og lækkun lánshæfismats Moodys á mánudag rakin beint til þessara ummæla. Engan veginn er heldur séð fyrir endann á fjárhagsvandræðum Spánar og Ítalíu og verður samdráttur þar meiri en vonir höfðu staðið til. Katalónía er til dæmis þriðja sjálfstjórnarhéraðið á Spáni sem biður um fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Erfiðleikar héraðanna bætast beint ofan á fjárhagserfiðleika spænskra banka, sem einnig hafa leitað á náðir ríkisstjórnarinnar. Áhyggjur fjárfesta og evrópskra banka af stöðu Spánar hafa orðið til þess að lántökukostnaður Spánar hefur hækkað verulega síðustu daga, þrátt fyrir að evruríkin hafi síðastliðinn föstudag endanlega gefið samþykki fyrir því að veita Spáni 100 milljarða evra í fjárhagsaðstoð, sem á að renna til verst stöddu banka landsins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ríkisstjórnin á Grikklandi reynir nú að semja við fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um næstu útborganir úr neyðarsjóðum þeirra. Fulltrúar þeirra komu til Grikklands í gær til að leggja lokamat á það hve grískum stjórnvöldum hefur tekist vel að standa við sparnaðaráform, sem voru skilyrði frekari fjárhagsaðstoðar. Grikkir eru í kappi við tímann, því takist ekki samningar í september hefur ríkissjóður Grikklands ekki bolmagn til að greiða afborganir af öllum lánum. Antonis Samaras forsætisráðherra lofar því að innan hálfs annars árs muni birta til og hagvöxtur hefjast á ný eftir langt samdráttarskeið. Þetta segir hann þrátt fyrir að sjö prósenta samdrætti sé spáð í ár. Samaras fór hörðum orðum á þingi í gær um stjórnmálamenn Evrópuríkja, sem hann sagði gera allt sem þeir gætu til þess að gera Grikkjum erfitt fyrir. Beindi hann þar spjótum sínum ekki síst að Philipp Rösler, sem er viðskiptaráðherra og aðstoðarkanslari Þýskalands. Rösler sagði fyrr í vikunni að tilhugsunin um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu væri ekki jafn skelfileg og áður. Staða Grikklands væri orðin það erfið að annar möguleiki væri varla lengur fyrir hendi. Rösler hefur reyndar verið harðlega gagnrýndur í Þýskalandi, einkum af stjórnarandstöðunni en einnig af stjórnarliðum. Með ummælum sínum er Rösler sagður stofna fjárhag Þýskalands í hættu og lækkun lánshæfismats Moodys á mánudag rakin beint til þessara ummæla. Engan veginn er heldur séð fyrir endann á fjárhagsvandræðum Spánar og Ítalíu og verður samdráttur þar meiri en vonir höfðu staðið til. Katalónía er til dæmis þriðja sjálfstjórnarhéraðið á Spáni sem biður um fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Erfiðleikar héraðanna bætast beint ofan á fjárhagserfiðleika spænskra banka, sem einnig hafa leitað á náðir ríkisstjórnarinnar. Áhyggjur fjárfesta og evrópskra banka af stöðu Spánar hafa orðið til þess að lántökukostnaður Spánar hefur hækkað verulega síðustu daga, þrátt fyrir að evruríkin hafi síðastliðinn föstudag endanlega gefið samþykki fyrir því að veita Spáni 100 milljarða evra í fjárhagsaðstoð, sem á að renna til verst stöddu banka landsins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira