Lífið

Ferry sleikti sólina á Kaffi París

Bryan Ferry.
Bryan Ferry. Mynd/AFP
Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið.

Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda.

Mörg þekkt andlit voru meðal áhorfenda í Hörpu eins og Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir ráðherrar, Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og félagarnir Jón Gnarr, borgarstjóri, og Sigurjón Kjartansson. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×