Annþór og Börkur harðneita allri sök 24. maí 2012 05:00 Hinn látni hafði aðeins verið örstutt í fangelsi þegar hann kallaði til aðstoð. fréttablaðið/stefán Tveir kunnir ofbeldismenn og refsifangar á Litla-Hrauni neita því alfarið að bera ábyrgð á dauða samfanga síns. Dómari kveður upp úr með gæsluvarðhald í dag. Fangelsisstjóri á Litla-Hrauni segir erfitt að taka á hættulegum föngum. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sem grunaðir eru um að hafa valdið dauða samfanga síns á Litla-Hrauni, neita því alfarið að hafa beitt manninn ofbeldi í klefa sínum í síðustu viku. Við yfirheyrslur í gær fullyrtu þeir báðir að þeir hefðu farið inn í klefann til að liðsinna manninum, sem hefði verið veiklulegur og liðið illa. Sigurður Hólm Sigurðsson lést á fimmtudag eftir stutta veru í fangelsinu. Þangað hafði hann komið í gæsluvarðhald vegna ítrekaðra smáglæpa. Í fyrstu þótti ekkert gefa til kynna að honum hefði verið unnið mein en niðurstöður krufningar benda hins vegar til þess að innvortis áverkar séu afleiðing barsmíða. Myndbandsupptökur sýna Annþór og Börk fara inn í klefa til Sigurðar skömmu áður en hann kallaði til fangaverði og var þá í andnauð. Þegar það varð ljóst í fyrradag var þeim stungið í einangrun. Í gær voru tvímenningarnir svo leiddir fyrir dómara á Selfossi og farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim svo að hægt yrði að halda þeim í einangrun á meðan á rannsókn málsins stendur. Dómari tók sér frest til dagsins í dag til að kveða upp úrskurð. Annþór og Börkur eiga sér báðir mikla brotasögu. Þeir hafa undanfarnar vikur afplánað eftirstöðvar gamalla, þungra fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Áður höfðu þeir setið í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi og þremur hrottafengnum líkamsárásum. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir að starfsmenn fangelsisins hafi brugðist hárrétt við málinu á fimmtudaginn var. Hún segir að alltaf ef grunur vaknar um að fangar óttist samfanga sína eða séu hræddir um að verða fyrir einhverju áreiti af hálfu samfanga sé brugðist við með því að reyna að flytja menn á milli deilda, en vegna þrengsla séu úrræðin mjög takmörkuð. Spurð hvort tekið yrði öðruvísi á Annþóri og Berki innan veggja fangelsisins verði þeir fundnir sekir um að bera ábyrgð á andláti samfanga síns svarar hún: „Það er auðvitað alltaf reynt að vista menn miðað við þeirra sögu. Við höfum haft hér þrjá klefa á því sem á að vera öryggisgangur, þar sem eru vistaðir einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Hingað til hefur hann hins vegar verið nýttur undir almenna fanga vegna plássleysis. En það er bara eitthvað sem þyrfti að horfa sérstaklega á ef þetta reynist rétt – þetta hefur aldrei gerst hér áður.“ stigur@frettabladid.is Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Tveir kunnir ofbeldismenn og refsifangar á Litla-Hrauni neita því alfarið að bera ábyrgð á dauða samfanga síns. Dómari kveður upp úr með gæsluvarðhald í dag. Fangelsisstjóri á Litla-Hrauni segir erfitt að taka á hættulegum föngum. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sem grunaðir eru um að hafa valdið dauða samfanga síns á Litla-Hrauni, neita því alfarið að hafa beitt manninn ofbeldi í klefa sínum í síðustu viku. Við yfirheyrslur í gær fullyrtu þeir báðir að þeir hefðu farið inn í klefann til að liðsinna manninum, sem hefði verið veiklulegur og liðið illa. Sigurður Hólm Sigurðsson lést á fimmtudag eftir stutta veru í fangelsinu. Þangað hafði hann komið í gæsluvarðhald vegna ítrekaðra smáglæpa. Í fyrstu þótti ekkert gefa til kynna að honum hefði verið unnið mein en niðurstöður krufningar benda hins vegar til þess að innvortis áverkar séu afleiðing barsmíða. Myndbandsupptökur sýna Annþór og Börk fara inn í klefa til Sigurðar skömmu áður en hann kallaði til fangaverði og var þá í andnauð. Þegar það varð ljóst í fyrradag var þeim stungið í einangrun. Í gær voru tvímenningarnir svo leiddir fyrir dómara á Selfossi og farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim svo að hægt yrði að halda þeim í einangrun á meðan á rannsókn málsins stendur. Dómari tók sér frest til dagsins í dag til að kveða upp úrskurð. Annþór og Börkur eiga sér báðir mikla brotasögu. Þeir hafa undanfarnar vikur afplánað eftirstöðvar gamalla, þungra fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Áður höfðu þeir setið í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi og þremur hrottafengnum líkamsárásum. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir að starfsmenn fangelsisins hafi brugðist hárrétt við málinu á fimmtudaginn var. Hún segir að alltaf ef grunur vaknar um að fangar óttist samfanga sína eða séu hræddir um að verða fyrir einhverju áreiti af hálfu samfanga sé brugðist við með því að reyna að flytja menn á milli deilda, en vegna þrengsla séu úrræðin mjög takmörkuð. Spurð hvort tekið yrði öðruvísi á Annþóri og Berki innan veggja fangelsisins verði þeir fundnir sekir um að bera ábyrgð á andláti samfanga síns svarar hún: „Það er auðvitað alltaf reynt að vista menn miðað við þeirra sögu. Við höfum haft hér þrjá klefa á því sem á að vera öryggisgangur, þar sem eru vistaðir einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Hingað til hefur hann hins vegar verið nýttur undir almenna fanga vegna plássleysis. En það er bara eitthvað sem þyrfti að horfa sérstaklega á ef þetta reynist rétt – þetta hefur aldrei gerst hér áður.“ stigur@frettabladid.is
Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels