Innlent

Öxull brotnaði af sömu þotu

190 manns voru um borð þegar öxull brotnaði undan þotunni árið 2001.
190 manns voru um borð þegar öxull brotnaði undan þotunni árið 2001.
Þotan sem missti eitt hjóla sinna við flugtak frá Keflavík á föstudag hefur áður orðið fyrir skakkaföllum. Þann 28. júní 2001 brotnaði öxull undan hægra hjólastellinu að aftan þar sem þotan stóð við flugstöðina í Kastrup.

Atvikið varð rétt áður en aka átti þotunni með 190 manns um borð út á braut til flugtaks. Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku komst að þeirri niðurstöðu að öxullinn hefði brotnað vegna tæringar í málmhólki. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair var í kjölfarið farið ítarlega yfir hjólabúnað annarra véla félagsins. Hjólið sem datt af þotunni á föstudag var á vinstra hjólastellinu. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×