Innlent

Tuttugu þúsund fyrir eitt kíló af laxi

Íslenskur bændur eru sagðir geta selt allan þann lax sem þeir koma höndum yfir á síhækkandi verði og stangaveiðimönnum líst ekki á blikuna.FRéttablaðið/Úr einkasafni
Íslenskur bændur eru sagðir geta selt allan þann lax sem þeir koma höndum yfir á síhækkandi verði og stangaveiðimönnum líst ekki á blikuna.FRéttablaðið/Úr einkasafni
Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði leiðir til þess að erfiðara er að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta kemur fram í grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur.

Haraldur, sem er ritstjóri svfr.is, segir í grein sinni að flestir samningar um netaleigu í Hvítá og Ölfusá séu útrunnir án þess að hafa verið endurnýjaðir. Á meðan netin hafi verið tekin upp hafi laxagengd á vatnasvæðinu aukist og veiðimenn fundið fyrir því í hækkandi verði. Nú séu blikur á lofti.

„Verð á villtum laxi hefur stórhækkað undanfarið, og berast fréttir af því að nú megi hreinlega fá stórfé fyrir netaveiddan villtan lax. Ástæðan er meðal annars sú að hann er talinn mun hollari en sá sem alinn er, fituhlutfall er langtum minna og engin aukaefni fyrir hendi, svo sem PCB,“ segir Haraldur sem kveður kílóverð á villtum lax í verslun Harrods í London nú í vor hafa verið jafnvirði rúmlega 20 þúsund króna. Nokkrum netabændum á Suðurlandi hafi borist kauptilboð í allan netaveiddan lax sem þeir komi höndum yfir.

„Verðið er hærra en sést hefur í nokkurn tíma sem ekki mun letja landeigendur til veiðanna. Þetta eru vondar fréttir fyrir stangaveiðimenn er unna svæðinu og bergvatnsánum sem til Hvítár renna,“ skrifar Haraldur og spyr hvort það tækifæri sem hafi gefist á tímum netaleigu Stangaveiðifélagsins sé runnið mönnum úr greipum. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×