Hitabylgja í spánni fyrir hvítasunnuna 21. maí 2012 07:00 Hitinn í Reykjavík lyfti sér yfir tíu gráðurnar í sólinni í gær og höfuðborgarbúar nýttu sér blíðviðrið til að bregða á leik á ylströndinni í Nauthólsvík. Vætutíð er þó framundan syðra á meðan norðaustanlands stefnir í sól og hita frá miðvikudegi. Fréttablaðið/Valli „Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu," segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt veðurspám mun verulega fara að hlýna á Norðausturlandi á miðvikudag og fram á Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Spáin í gærkvöldi sýndi að í hádeginu á laugardag verði hitinn 23 stig á Egilsstöðum. Ekki spillir fyrir að heiðskírt verður og hægur vindur. Einar segir ástæðuna fyrir komandi hlýindum vera „bullandi" sunnanátt. „Þá fáum við hlýtt loft yfir landið sem síðan þrýstist niður á norðanverðu landinu," segir hann. Spáð er að á miðvikudaginn verði orðið hlýtt á Norðurlandi. Til dæmis er spáð nítján stiga hita og léttskýjuðu á Húsavík þann dag. Síðan er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu átján til tuttugu stig dagana þar á eftir meira og minna frá Akureyri og austur á Hérað. „Á miðvikudag má búast við hita að minnsta kosti langleiðina upp í tuttugu gráður á Norðausturlandi. Ég myndi veðja á að hitahámörkin verði í Ásbyrgi og á Vopnafirði. Og síðan á Héraði á laugardag og sunnudag þegar vindurinn er orðinn vestanstæðari," segir Einar. Að sögn Einars fylgir hlýindunum bjartviðri á Norðurlandi meira og minna frá því um eftirmiðdaginn á miðvikudag fram á laugardag. Sunnanáttin verði ákveðin, á bilinu fimm til þret-tán metrar á sekúndu en jafnvel hægari vindur sums staðar. Spá Veðurstofunnar nær ekki enn yfir alla Hvítasunnuhelgina. „En mér sýnist ekkert vera að breytast í spánni á sunnudaginn. Það eru meiri líkur en minni á að spáin rætist," segir Einar. Í öðrum landshlutum en á Norðausturlandi verður tiltölulega milt veður en vætusamt frá og með morgundeginum. „Það er rigning víða um land á þriðjudaginn og framan af miðvikudegi en síðan má búast við rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands," segir Einar Magnús Einarsson. gar@frettabladid.is Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu," segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt veðurspám mun verulega fara að hlýna á Norðausturlandi á miðvikudag og fram á Hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Spáin í gærkvöldi sýndi að í hádeginu á laugardag verði hitinn 23 stig á Egilsstöðum. Ekki spillir fyrir að heiðskírt verður og hægur vindur. Einar segir ástæðuna fyrir komandi hlýindum vera „bullandi" sunnanátt. „Þá fáum við hlýtt loft yfir landið sem síðan þrýstist niður á norðanverðu landinu," segir hann. Spáð er að á miðvikudaginn verði orðið hlýtt á Norðurlandi. Til dæmis er spáð nítján stiga hita og léttskýjuðu á Húsavík þann dag. Síðan er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu átján til tuttugu stig dagana þar á eftir meira og minna frá Akureyri og austur á Hérað. „Á miðvikudag má búast við hita að minnsta kosti langleiðina upp í tuttugu gráður á Norðausturlandi. Ég myndi veðja á að hitahámörkin verði í Ásbyrgi og á Vopnafirði. Og síðan á Héraði á laugardag og sunnudag þegar vindurinn er orðinn vestanstæðari," segir Einar. Að sögn Einars fylgir hlýindunum bjartviðri á Norðurlandi meira og minna frá því um eftirmiðdaginn á miðvikudag fram á laugardag. Sunnanáttin verði ákveðin, á bilinu fimm til þret-tán metrar á sekúndu en jafnvel hægari vindur sums staðar. Spá Veðurstofunnar nær ekki enn yfir alla Hvítasunnuhelgina. „En mér sýnist ekkert vera að breytast í spánni á sunnudaginn. Það eru meiri líkur en minni á að spáin rætist," segir Einar. Í öðrum landshlutum en á Norðausturlandi verður tiltölulega milt veður en vætusamt frá og með morgundeginum. „Það er rigning víða um land á þriðjudaginn og framan af miðvikudegi en síðan má búast við rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands," segir Einar Magnús Einarsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels