Rannsókn fyrirhuguð á bóluefni gegn krabbameini 21. maí 2012 05:00 Vonast er til að hægt sé að „kenna“ ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Um alþjóðlega rannsókn er að ræða.Fréttablaðið/valli Umhverfisstofnun hefur til meðferðar leyfisumsókn fyrir rannsókn með erfðabreytt bóluefni þar sem prófuð verður ný aðferð við meðhöndlun blöðruhálskrabbameins. Nýja bóluefnið, PROSTVAC-V/F, er tvíþætt og inniheldur kúabóluveiru annars vegar og fuglabólusóttarveiru hins vegar, sem hefur verið breytt með erfðatæknilegum aðferðum til að tjá ónæmisvaka í þeim tilgangi að hjálpa ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Í rannsókninni á að meta hversu öruggt bóluefnið er og hversu góða verkun það hefur á krabbamein. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, sækir um rannsóknarleyfið og útskýrir að þrátt fyrir að margir fái blöðruhálskirtilskrabbamein á Íslandi þá sé aðeins afmarkaður hluti þess hóps sem meðferðin á við. „Til stendur að bjóða upp á þessa meðferð hjá hluta sjúklinga með dreift blöðruhálskirtilskrabbamein sem eru hættir að svara hefðbundinni hormónameðferð, en fyrsta meðferð snýr að því að bæla karlhormónið testósteron. Þá kemur krabbameinslyfjameðferð til greina, en það líður oft nokkur tími þangað til slík meðferð á við, til dæmis ef krabbameinið veldur engum einkennum. Á þessu tímabili er rætt um að bjóða afmörkuðum hópi sjúklinga að taka þátt í þessari rannsókn.“ Rannsóknin er hluti af stærri alþjóðlegri rannsókn en Gunnar Bjarni telur ótímabært að ræða um væntingar eða árangur af notkun nýja bóluefnisins. Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur leggur einróma til að leyfið verði veitt og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) sér ekki ástæðu til þess að leggjast gegn leyfisveitingu. Í gögnum kemur fram að möguleiki sé á ýmsum aukaverkunum og að bóluefnið geti borist á milli manna eða frá mönnum í dýr, þó slíkt sé ólíklegt. NÍ telur því að koma eigi fram í skilyrðum fyrir leyfisveitingu að ekki eingöngu eigi að forðast nána snertingu þátttakenda í rannsókninni við fólk heldur einnig dýr og þá sérstaklega fugla. Um hættu af erfðabreyttu efnunum sem í bóluefninu eru segir í umsögn Ráðgjafarnefndarinnar að „notkun erfðabreyttu bóluefnanna muni ekki hafa í för með sér meiri hættu en notkun forvera bóluefnanna sem nú þegar hafa verið í notkun í heiminum um árabil.“ Áætlað er að rannsóknin hefjist á næstu mánuðum eða þegar öll tilskilin leyfi hafa borist. Meðferðartímabil rannsóknarinnar er um fimm mánuðir en rannsóknin með eftirfylgni, mun í heildina vara í fimm ár. svavar@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur til meðferðar leyfisumsókn fyrir rannsókn með erfðabreytt bóluefni þar sem prófuð verður ný aðferð við meðhöndlun blöðruhálskrabbameins. Nýja bóluefnið, PROSTVAC-V/F, er tvíþætt og inniheldur kúabóluveiru annars vegar og fuglabólusóttarveiru hins vegar, sem hefur verið breytt með erfðatæknilegum aðferðum til að tjá ónæmisvaka í þeim tilgangi að hjálpa ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Í rannsókninni á að meta hversu öruggt bóluefnið er og hversu góða verkun það hefur á krabbamein. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, sækir um rannsóknarleyfið og útskýrir að þrátt fyrir að margir fái blöðruhálskirtilskrabbamein á Íslandi þá sé aðeins afmarkaður hluti þess hóps sem meðferðin á við. „Til stendur að bjóða upp á þessa meðferð hjá hluta sjúklinga með dreift blöðruhálskirtilskrabbamein sem eru hættir að svara hefðbundinni hormónameðferð, en fyrsta meðferð snýr að því að bæla karlhormónið testósteron. Þá kemur krabbameinslyfjameðferð til greina, en það líður oft nokkur tími þangað til slík meðferð á við, til dæmis ef krabbameinið veldur engum einkennum. Á þessu tímabili er rætt um að bjóða afmörkuðum hópi sjúklinga að taka þátt í þessari rannsókn.“ Rannsóknin er hluti af stærri alþjóðlegri rannsókn en Gunnar Bjarni telur ótímabært að ræða um væntingar eða árangur af notkun nýja bóluefnisins. Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur leggur einróma til að leyfið verði veitt og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) sér ekki ástæðu til þess að leggjast gegn leyfisveitingu. Í gögnum kemur fram að möguleiki sé á ýmsum aukaverkunum og að bóluefnið geti borist á milli manna eða frá mönnum í dýr, þó slíkt sé ólíklegt. NÍ telur því að koma eigi fram í skilyrðum fyrir leyfisveitingu að ekki eingöngu eigi að forðast nána snertingu þátttakenda í rannsókninni við fólk heldur einnig dýr og þá sérstaklega fugla. Um hættu af erfðabreyttu efnunum sem í bóluefninu eru segir í umsögn Ráðgjafarnefndarinnar að „notkun erfðabreyttu bóluefnanna muni ekki hafa í för með sér meiri hættu en notkun forvera bóluefnanna sem nú þegar hafa verið í notkun í heiminum um árabil.“ Áætlað er að rannsóknin hefjist á næstu mánuðum eða þegar öll tilskilin leyfi hafa borist. Meðferðartímabil rannsóknarinnar er um fimm mánuðir en rannsóknin með eftirfylgni, mun í heildina vara í fimm ár. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira