Sameiningar fækka fagfólki á leikskólum 10. maí 2012 08:00 Leikskólakennarar og foreldrar mótmæltu þegar sameiningaráform í leikskólum voru kynnt í borgarstjórn í febrúar á síðasta ári. fréttablaðið/stefán Foreldrar á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi segjast búnir að fá sig fullsadda af „aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans, leikskólasviðs Reykjavíkurborgar og formanns menntaráðs,“ vegna sameininga þriggja leikskóla í hverfinu. Þetta kemur fram í bréfi sem foreldrafélag Funaborgar sendi borgarfulltrúum og embættismönnum hjá borginni í apríl. Foreldrafélagið boðaði til fundar með borgarfulltrúum, stjórnendum leikskólans, leikskólasviði og öðrum í lok apríl. Í bréfinu kemur fram að fundurinn hafi verið boðaður með stuðningi og eftir áskorun meirihluta foreldra barna við leikskólann. Hætt var við fundinn að lokum vegna dræmra undirtekta leikskólasviðs og borgarfulltrúa, en Kjartan Magnússon var eini borgarfulltrúinn sem staðfesti komu sína. Hann situr í skóla- og frístundaráði, sem áður hét menntaráð. Leikskólarnir Foldaborg, Foldakot og Funaborg voru sameinaðir í fyrra. Sameinaður leikskóli heitir nú Sunnufold. Í bréfi foreldranna kemur fram að rót óánægju þeirra sé uppsögn leikskólastjórans og aðstoðarleikskólastjórans í kjölfar sameiningarinnar. Nokkrum mánuðum seinna hafi matráður leikskólans svo hætt störfum. Það sem fyllt hafi mælinn hjá foreldrunum hafi að lokum verið að deildarstjóri á leikskólanum og leikskólaliði hafi sagt upp störfum, en foreldrum var tilkynnt um það í apríl. „Í kjölfar þessa er ljóst að fagmenntuðu starfsfólki hefur fækkað verulega og í lok uppsagnarfrests þeirra er einn fagmenntaður starfsmaður starfandi á leikskólanum,“ að því er segir í bréfinu. „Staðreyndir málsins liggja fyrir en þær eru að Funaborg hefur farið úr 52 fullnýttum leikskólaplássum í 32 pláss. Leikskólinn fór úr þriggja deilda leikskóla í tveggja og faglærðu starfsfólki hefur fækkað úr fimm í einn.“ Foreldrarnir segja lítið sem ekkert samráð hafa verið haft við foreldra eða fulltrúa þeirra. „Verulegrar óánægju hefur gætt meðal starfsfólks sem sannarlega hefur skilað sér í óöryggi barnanna og óvissu foreldra sem er nú óbærileg [...] Sú tilraun sem gerð var á börnum okkar með sameiningunni hefur mistekist og skorað er á þá sem hlut eiga að máli að viðurkenna mistök sín og hefja nú þegar uppbyggingu leikskólans.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Foreldrar á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi segjast búnir að fá sig fullsadda af „aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans, leikskólasviðs Reykjavíkurborgar og formanns menntaráðs,“ vegna sameininga þriggja leikskóla í hverfinu. Þetta kemur fram í bréfi sem foreldrafélag Funaborgar sendi borgarfulltrúum og embættismönnum hjá borginni í apríl. Foreldrafélagið boðaði til fundar með borgarfulltrúum, stjórnendum leikskólans, leikskólasviði og öðrum í lok apríl. Í bréfinu kemur fram að fundurinn hafi verið boðaður með stuðningi og eftir áskorun meirihluta foreldra barna við leikskólann. Hætt var við fundinn að lokum vegna dræmra undirtekta leikskólasviðs og borgarfulltrúa, en Kjartan Magnússon var eini borgarfulltrúinn sem staðfesti komu sína. Hann situr í skóla- og frístundaráði, sem áður hét menntaráð. Leikskólarnir Foldaborg, Foldakot og Funaborg voru sameinaðir í fyrra. Sameinaður leikskóli heitir nú Sunnufold. Í bréfi foreldranna kemur fram að rót óánægju þeirra sé uppsögn leikskólastjórans og aðstoðarleikskólastjórans í kjölfar sameiningarinnar. Nokkrum mánuðum seinna hafi matráður leikskólans svo hætt störfum. Það sem fyllt hafi mælinn hjá foreldrunum hafi að lokum verið að deildarstjóri á leikskólanum og leikskólaliði hafi sagt upp störfum, en foreldrum var tilkynnt um það í apríl. „Í kjölfar þessa er ljóst að fagmenntuðu starfsfólki hefur fækkað verulega og í lok uppsagnarfrests þeirra er einn fagmenntaður starfsmaður starfandi á leikskólanum,“ að því er segir í bréfinu. „Staðreyndir málsins liggja fyrir en þær eru að Funaborg hefur farið úr 52 fullnýttum leikskólaplássum í 32 pláss. Leikskólinn fór úr þriggja deilda leikskóla í tveggja og faglærðu starfsfólki hefur fækkað úr fimm í einn.“ Foreldrarnir segja lítið sem ekkert samráð hafa verið haft við foreldra eða fulltrúa þeirra. „Verulegrar óánægju hefur gætt meðal starfsfólks sem sannarlega hefur skilað sér í óöryggi barnanna og óvissu foreldra sem er nú óbærileg [...] Sú tilraun sem gerð var á börnum okkar með sameiningunni hefur mistekist og skorað er á þá sem hlut eiga að máli að viðurkenna mistök sín og hefja nú þegar uppbyggingu leikskólans.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira