Sameiningar fækka fagfólki á leikskólum 10. maí 2012 08:00 Leikskólakennarar og foreldrar mótmæltu þegar sameiningaráform í leikskólum voru kynnt í borgarstjórn í febrúar á síðasta ári. fréttablaðið/stefán Foreldrar á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi segjast búnir að fá sig fullsadda af „aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans, leikskólasviðs Reykjavíkurborgar og formanns menntaráðs,“ vegna sameininga þriggja leikskóla í hverfinu. Þetta kemur fram í bréfi sem foreldrafélag Funaborgar sendi borgarfulltrúum og embættismönnum hjá borginni í apríl. Foreldrafélagið boðaði til fundar með borgarfulltrúum, stjórnendum leikskólans, leikskólasviði og öðrum í lok apríl. Í bréfinu kemur fram að fundurinn hafi verið boðaður með stuðningi og eftir áskorun meirihluta foreldra barna við leikskólann. Hætt var við fundinn að lokum vegna dræmra undirtekta leikskólasviðs og borgarfulltrúa, en Kjartan Magnússon var eini borgarfulltrúinn sem staðfesti komu sína. Hann situr í skóla- og frístundaráði, sem áður hét menntaráð. Leikskólarnir Foldaborg, Foldakot og Funaborg voru sameinaðir í fyrra. Sameinaður leikskóli heitir nú Sunnufold. Í bréfi foreldranna kemur fram að rót óánægju þeirra sé uppsögn leikskólastjórans og aðstoðarleikskólastjórans í kjölfar sameiningarinnar. Nokkrum mánuðum seinna hafi matráður leikskólans svo hætt störfum. Það sem fyllt hafi mælinn hjá foreldrunum hafi að lokum verið að deildarstjóri á leikskólanum og leikskólaliði hafi sagt upp störfum, en foreldrum var tilkynnt um það í apríl. „Í kjölfar þessa er ljóst að fagmenntuðu starfsfólki hefur fækkað verulega og í lok uppsagnarfrests þeirra er einn fagmenntaður starfsmaður starfandi á leikskólanum,“ að því er segir í bréfinu. „Staðreyndir málsins liggja fyrir en þær eru að Funaborg hefur farið úr 52 fullnýttum leikskólaplássum í 32 pláss. Leikskólinn fór úr þriggja deilda leikskóla í tveggja og faglærðu starfsfólki hefur fækkað úr fimm í einn.“ Foreldrarnir segja lítið sem ekkert samráð hafa verið haft við foreldra eða fulltrúa þeirra. „Verulegrar óánægju hefur gætt meðal starfsfólks sem sannarlega hefur skilað sér í óöryggi barnanna og óvissu foreldra sem er nú óbærileg [...] Sú tilraun sem gerð var á börnum okkar með sameiningunni hefur mistekist og skorað er á þá sem hlut eiga að máli að viðurkenna mistök sín og hefja nú þegar uppbyggingu leikskólans.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Foreldrar á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi segjast búnir að fá sig fullsadda af „aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans, leikskólasviðs Reykjavíkurborgar og formanns menntaráðs,“ vegna sameininga þriggja leikskóla í hverfinu. Þetta kemur fram í bréfi sem foreldrafélag Funaborgar sendi borgarfulltrúum og embættismönnum hjá borginni í apríl. Foreldrafélagið boðaði til fundar með borgarfulltrúum, stjórnendum leikskólans, leikskólasviði og öðrum í lok apríl. Í bréfinu kemur fram að fundurinn hafi verið boðaður með stuðningi og eftir áskorun meirihluta foreldra barna við leikskólann. Hætt var við fundinn að lokum vegna dræmra undirtekta leikskólasviðs og borgarfulltrúa, en Kjartan Magnússon var eini borgarfulltrúinn sem staðfesti komu sína. Hann situr í skóla- og frístundaráði, sem áður hét menntaráð. Leikskólarnir Foldaborg, Foldakot og Funaborg voru sameinaðir í fyrra. Sameinaður leikskóli heitir nú Sunnufold. Í bréfi foreldranna kemur fram að rót óánægju þeirra sé uppsögn leikskólastjórans og aðstoðarleikskólastjórans í kjölfar sameiningarinnar. Nokkrum mánuðum seinna hafi matráður leikskólans svo hætt störfum. Það sem fyllt hafi mælinn hjá foreldrunum hafi að lokum verið að deildarstjóri á leikskólanum og leikskólaliði hafi sagt upp störfum, en foreldrum var tilkynnt um það í apríl. „Í kjölfar þessa er ljóst að fagmenntuðu starfsfólki hefur fækkað verulega og í lok uppsagnarfrests þeirra er einn fagmenntaður starfsmaður starfandi á leikskólanum,“ að því er segir í bréfinu. „Staðreyndir málsins liggja fyrir en þær eru að Funaborg hefur farið úr 52 fullnýttum leikskólaplássum í 32 pláss. Leikskólinn fór úr þriggja deilda leikskóla í tveggja og faglærðu starfsfólki hefur fækkað úr fimm í einn.“ Foreldrarnir segja lítið sem ekkert samráð hafa verið haft við foreldra eða fulltrúa þeirra. „Verulegrar óánægju hefur gætt meðal starfsfólks sem sannarlega hefur skilað sér í óöryggi barnanna og óvissu foreldra sem er nú óbærileg [...] Sú tilraun sem gerð var á börnum okkar með sameiningunni hefur mistekist og skorað er á þá sem hlut eiga að máli að viðurkenna mistök sín og hefja nú þegar uppbyggingu leikskólans.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira