Innlent

Styrkja skólabókasöfn til bókakaupa

Íslenskir bókaútgefendur vilja vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með úthlutun úr Skólasafnasjóði.
Íslenskir bókaútgefendur vilja vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með úthlutun úr Skólasafnasjóði. fRÉTTABLAÐIÐ/aNTON
Fjörutíu skólabókasöfn fá í dag afhenta styrki til bókakaupa úr Skólabókasjóði, en styrkur þessi er hluti af verkefninu Ávísun á lestur sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir.

Ávísunum á lestur hefur verið dreift á öll heimili landsins en þau gilda sem 1.000 króna afsláttur við bókakaup. Í hvert sinn sem slík ávísun er notuð renna 100 krónur í Skólabókasjóð.

Vonast er til þess að ein milljón króna safnist með þessum hætti. Arion banki mun að auki leggja eina milljón til sjóðsins, en sú upphæð verður afhent í dag.

Í tilkynningu frá Félagi bókaútgefenda segir að þrátt fyrir að mikilvægi skólabókasafna sem hornsteins lestrarhvatningar íslenskra barna hafi löngu verið staðfest, hafi efnahagsþrengingar síðustu ára komið illa við bókasöfn grunnskóla. Erfið fjárhagsstaða skóla og sveitarfélaga hafi bitnað á bókakaupum safnanna og í sumum söfnum hafi alfarið verið hætt að kaupa inn bækur.

Bókaútgefendur segja tilgang Skólasafnasjóðs ekki að ráða bót á þessum vanda, heldur vekja athygli á mikilvægi skólabókasafna með þessum táknræna stuðningi.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×