Innlent

Eðlilegt að taka eitt skref í einu

Auk hótels ætlar Huang Nubo að koma upp ýmiss konar afþreyingu, til dæmis laugum, reiðleiðum, golfvelli og fleiru.
Auk hótels ætlar Huang Nubo að koma upp ýmiss konar afþreyingu, til dæmis laugum, reiðleiðum, golfvelli og fleiru.
Unnið var að því í gær að stofna íslenskt félag í eigu fjárfestingafélags kínverska athafnamannsins Huangs Nubo, segir Halldór Jóhannsson, umboðsmaður Huangs á Íslandi.

Stofnun félagsins er forsenda þess að viðræður við stjórnvöld um gerð ívilnunarsamnings geti hafist. Aðeins með gerð slíks samnings getur félagið fengið undanþágu frá lagaákvæðum sem banna félögum í eigu erlendra einstaklinga eða fyrirtækja að leigja land til langs tíma hér á landi.

Halldór segir að ákveðið hafi verið að taka eitt skref í einu við undirbúnings þessa máls eftir því sem málinu vindur fram. Nú sé kominn tími til að stofna félag Huangs hér á landi, sem hafi ekki verið tímabært fyrr en stjórnvöld hafi lýst áhuga á að gera ívilnunarsamning.

Huang áformar að leigja jörðina Grímsstaði á Fjöllum til 40 ára af félagi í eigu sveitarfélaga á svæðinu. Þar áformar hann að byggja upp hótel og ferðatengdan rekstur. Til stendur að leggja um 16,5 milljarða króna í verkefnið, og stefnt er að því að hótelið verði tilbúið árið 2016. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×