Innlent

Persónuvernd varar við töfum

Sigrún Jóhannesdóttir, málin flæða yfir forstjóra Persónuverndar og hennar fólk.
Sigrún Jóhannesdóttir, málin flæða yfir forstjóra Persónuverndar og hennar fólk.
Þrátt fyrir að málum sem berast Persónuvernd hafi stöðugt fjölgað hefur starfsmönnum þar fækkað. „Það sem af er þessu ári hafa 612 ný mál verið skráð hjá stofnuninni. Til samanburðar voru nýskráð mál þann 1. maí 2008 alls 361. Er því um 75 prósenta aukningu að ræða á fjórum árum,“ segir í frétt Persónuverndar.

Verði ekkert að gert megi búast við enn meiri töfum á afgreiðslu mála. Stofnunin sjái ekki fram á að geta sinnt lögbundnum verkefnum með fullnægjandi hætti. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×