Innlent

Guðrún J. Halldórsdóttir látin

Guðrún J Halldórsdóttir
Guðrún J Halldórsdóttir
Guðrún J. Halldórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur og alþingismaður fyrir Kvennalistann, lést miðvikudaginn 2. maí 77 ára að aldri.

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Jónsdóttir húsmóðir og Halldór Jónsson trésmiður, ættuð úr Húnavatnssýslu. Guðrún var ógift og barnlaus. Hún átti tvö systkin, Elínborgu sem er látin og Hannes sem lifir systur sínar.

Guðrún hlaut margs konar viðurkenningar fyrir störf sín, hún var meðal annars sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, hún fékk verðlaun íslensku menntasamtakanna og heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×