Viljum koma til móts við venjulega skákáhugamenn 4. maí 2012 15:00 Héðinn Steingrímsson stórmeistari og Helgi Árnason skólastjóri eru virkir í Skákdeild Fjölnis. Hér eru þeir ásamt nokkrum nemendum 4. og 6. bekkjar Rimaskóla. Fréttablaðið/Pjetur Þeir sem hingað til hafa gripið í tafl á kaffistofum fyrirtækja sér til skemmtunar geta nú sameinast í sveit og keppt fyrir hönd síns fyrirtækis á Firmamótinu í skák þann 9. maí frá 16 til 19 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mótið er haldið af skákdeild Fjölnis í Grafarvogi. Formaður hennar er Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, en einnig vinnur Fjölnismaðurinn Héðinn Steingrímsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák, að framgangi mótsins. „Við höldum þetta mót til að minnast einvígis aldarinnar fyrir 40 árum en vonum að það verði árlegt héðan í frá og okkur takist þannig að endurvekja fyrirtækjamót sem var haldið um tuttugu ára skeið,“ segir Helgi. Þátttökugjald er 50 þúsund krónur en óvenjulega veglegir vinningar eru í boði, að verðmæti yfir 750 þúsund krónur. Um er að ræða sveitakeppni þar sem þrír skákmenn verða í hverju liði og tveir varamenn. „Við búumst við mörgum af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar en engu að síður er mótið skipulagt fyrst og fremst með hinn almenna skákáhugamann í huga,“ segir Héðinn. „Til að fá sem jafnasta og mest spennandi keppni er styrkleiki hvers liðs takmarkaður við 5.500 ELO stig og stigalausir reiknaðir með aðeins 1.000 stig. Fyrirtæki geta líka fengið hjá okkur lánsmann ef þau eiga í vandræðum með að manna sveit og einnig geta fyrirtæki styrkt mótið og fengið boðssveit til að tefla fyrir sig. Við leysum úr hvers manns vanda og það á að vera fyrirhafnarlaust að senda inn lið. Við viljum koma sem mest til móts við hin venjulegu fyrirtæki en félagasamtök mega líka vera með. Aðalatriðið er að hafa gaman af.“ Verkís er stærsti styrktaraðili mótsins. Héðinn segir rökstuðning þessa öfluga, 80 ára fyrirtækis fyrir því vera þann að skákin krefjist útsjónarsemi, skipulagningar og framsýni sem allt séu mikilvægir þættir í verkfræði. Hann segir Iceland Express einnig bakhjarl mótsins. „Við erum með flug báðar leiðir til Evrópu með öllum sköttum og gjöldum í verðlaun fyrir tvær efstu sveitirnar,“ segir hann. Nefnir líka að í einstaklingskeppni sé farsími frá Símanum í verðlaun, að verðmæti hundrað þúsund krónur. Þá sé gjafakort frá veitingahúsinu Skrúði, tónlist, ljósmyndabækur, tölvuvörur og fleira eigulegt í boði fyrir góðan árangur. „Ég fullyrði að sjaldan eða aldrei hafi verið haldið mót þar sem venjulegir áhugaskákmenn eiga von á jafn flottum vinningum,“ segir Héðinn. „Þetta mót er hugsað sem framlag til að vekja athygli á skák á nýjan hátt, virkja fólk til þátttöku sem ekki er vant keppni og kveikja skákáhuga innan fyrirtækjanna.“ Lið eru hvött til að skrá sig með því að senda póst til: firmakeppnin@gmail.com. Nánari upplýsingar má einnig fá á firmakeppnin.blog.is og á Facebook-síðu keppninnar. gun@frettabladid.is Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Þeir sem hingað til hafa gripið í tafl á kaffistofum fyrirtækja sér til skemmtunar geta nú sameinast í sveit og keppt fyrir hönd síns fyrirtækis á Firmamótinu í skák þann 9. maí frá 16 til 19 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mótið er haldið af skákdeild Fjölnis í Grafarvogi. Formaður hennar er Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, en einnig vinnur Fjölnismaðurinn Héðinn Steingrímsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák, að framgangi mótsins. „Við höldum þetta mót til að minnast einvígis aldarinnar fyrir 40 árum en vonum að það verði árlegt héðan í frá og okkur takist þannig að endurvekja fyrirtækjamót sem var haldið um tuttugu ára skeið,“ segir Helgi. Þátttökugjald er 50 þúsund krónur en óvenjulega veglegir vinningar eru í boði, að verðmæti yfir 750 þúsund krónur. Um er að ræða sveitakeppni þar sem þrír skákmenn verða í hverju liði og tveir varamenn. „Við búumst við mörgum af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar en engu að síður er mótið skipulagt fyrst og fremst með hinn almenna skákáhugamann í huga,“ segir Héðinn. „Til að fá sem jafnasta og mest spennandi keppni er styrkleiki hvers liðs takmarkaður við 5.500 ELO stig og stigalausir reiknaðir með aðeins 1.000 stig. Fyrirtæki geta líka fengið hjá okkur lánsmann ef þau eiga í vandræðum með að manna sveit og einnig geta fyrirtæki styrkt mótið og fengið boðssveit til að tefla fyrir sig. Við leysum úr hvers manns vanda og það á að vera fyrirhafnarlaust að senda inn lið. Við viljum koma sem mest til móts við hin venjulegu fyrirtæki en félagasamtök mega líka vera með. Aðalatriðið er að hafa gaman af.“ Verkís er stærsti styrktaraðili mótsins. Héðinn segir rökstuðning þessa öfluga, 80 ára fyrirtækis fyrir því vera þann að skákin krefjist útsjónarsemi, skipulagningar og framsýni sem allt séu mikilvægir þættir í verkfræði. Hann segir Iceland Express einnig bakhjarl mótsins. „Við erum með flug báðar leiðir til Evrópu með öllum sköttum og gjöldum í verðlaun fyrir tvær efstu sveitirnar,“ segir hann. Nefnir líka að í einstaklingskeppni sé farsími frá Símanum í verðlaun, að verðmæti hundrað þúsund krónur. Þá sé gjafakort frá veitingahúsinu Skrúði, tónlist, ljósmyndabækur, tölvuvörur og fleira eigulegt í boði fyrir góðan árangur. „Ég fullyrði að sjaldan eða aldrei hafi verið haldið mót þar sem venjulegir áhugaskákmenn eiga von á jafn flottum vinningum,“ segir Héðinn. „Þetta mót er hugsað sem framlag til að vekja athygli á skák á nýjan hátt, virkja fólk til þátttöku sem ekki er vant keppni og kveikja skákáhuga innan fyrirtækjanna.“ Lið eru hvött til að skrá sig með því að senda póst til: firmakeppnin@gmail.com. Nánari upplýsingar má einnig fá á firmakeppnin.blog.is og á Facebook-síðu keppninnar. gun@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira