Einhjólsballet og trúðar 3. maí 2012 16:00 Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi fagnar árs afmæli sínu á laugardag. Sirkúsinn hefur slegið í gegn með fullorðinssýningum sínum. Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardag með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Trúðar, loftfimleikar og kinversk súlufimi eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp skemmtilegar fjölskyldusýningar en ákváðu að setja upp sérstaka fullorðinssýningu síðasta vor. Uppátækið tókst vel og síðan þá hafa slík kvöld verið haldin reglulega undir heitinu Skinnsemi. Sýningarnar eiga nokkuð skylt með gömlu burlesque- og vaudervillesýningunum en með sirkúsívafi og heilmiklu skinni, líkt og nafnið gefur til kynna. „Upphaflega ætluðum við bara að hafa eina fullorðinssýningu og sjá hvernig fólk tæki í hana. Viðtökurnar voru mun betri en við þorðum að vona og það kom okkur sérstaklega á óvart hvað fólk var spennt fyrir því að koma aftur," segir Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og trúður í Sirkús Íslands. Afmælissýningin verðu blanda af nýjum atriðum og gömlum sem slegið hafa í gegn. Hópurinn er orðinn nokkuð þjálfaður í að semja ný atriði fyrir sýningar og segir Margrét Erla þau byggð upp eins og lítil gamanatriði með upphafi, miðju og endi. „Í dag er ekki nóg að mæta og gera trix eftir trix heldur þarf að byggja upp spennu. Við höfum líka öll okkar sérsvið og vinnum með þau, finnum þema og búning og gerum þetta skemmtilegt. Undirbúningurinn fyrir laugardaginn er nánast búinn og ég get sagt frá því að við verðum með einhjólaballet, trúða og ofboðslega liðuga stelpu sem getur troðið sér ofan í allskonar hluti, loftfimleika og kínverska súlufimi." Sýningin hefst klukkan 22 á laugardag og er aðgangseyrir 2000 krónur. Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardag með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Trúðar, loftfimleikar og kinversk súlufimi eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp skemmtilegar fjölskyldusýningar en ákváðu að setja upp sérstaka fullorðinssýningu síðasta vor. Uppátækið tókst vel og síðan þá hafa slík kvöld verið haldin reglulega undir heitinu Skinnsemi. Sýningarnar eiga nokkuð skylt með gömlu burlesque- og vaudervillesýningunum en með sirkúsívafi og heilmiklu skinni, líkt og nafnið gefur til kynna. „Upphaflega ætluðum við bara að hafa eina fullorðinssýningu og sjá hvernig fólk tæki í hana. Viðtökurnar voru mun betri en við þorðum að vona og það kom okkur sérstaklega á óvart hvað fólk var spennt fyrir því að koma aftur," segir Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og trúður í Sirkús Íslands. Afmælissýningin verðu blanda af nýjum atriðum og gömlum sem slegið hafa í gegn. Hópurinn er orðinn nokkuð þjálfaður í að semja ný atriði fyrir sýningar og segir Margrét Erla þau byggð upp eins og lítil gamanatriði með upphafi, miðju og endi. „Í dag er ekki nóg að mæta og gera trix eftir trix heldur þarf að byggja upp spennu. Við höfum líka öll okkar sérsvið og vinnum með þau, finnum þema og búning og gerum þetta skemmtilegt. Undirbúningurinn fyrir laugardaginn er nánast búinn og ég get sagt frá því að við verðum með einhjólaballet, trúða og ofboðslega liðuga stelpu sem getur troðið sér ofan í allskonar hluti, loftfimleika og kínverska súlufimi." Sýningin hefst klukkan 22 á laugardag og er aðgangseyrir 2000 krónur.
Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning