Innlent

Mikið áfall að missa góðan vin

dale oen
dale oen
„Það var mikið áfall að heyra af þessu. Ég talaði við hann á laugardaginn og þá lét hann vel af sér,“ segir sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson.

Alexander Dale Oen, eini Norðmaðurinn sem hefur unnið til verðlauna í sundi á Ólympíuleikum, lést í gær aðeins 26 ára að aldri. Oen fannst meðvitundarlaus í sturtuklefa á hótelherbergi eftir æfingu norska landsliðsins í Flagstaff í Bandaríkjunum í gær.

Oen, sem var einn besti sundmaður heims, var mikill Íslandsvinur og var síðast hér á landi fyrir tveimur og hálfri viku. Hann og Jakob Jóhann voru miklir mátar enda höfðu þeir þekkst í ein sex ár.

„Hann var mjög hress strákur og sá alltaf eitthvað jákvætt við hlutina,“ segir Jakob. „Hann þekkti mjög marga á Íslandi enda vildi hann kynnast öllum og gaf sér alltaf tíma til þess.“ - kh /seth




Fleiri fréttir

Sjá meira


×