Færri greinast með HIV-smit 23. apríl 2012 06:30 Haraldur Briem Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira