Innlent

Atvinnulausum fækkaði í mars

Atvinnuleysi er mest á landinu á Suðurnesjum þar sem það mælist 12,2 prósent.
Atvinnuleysi er mest á landinu á Suðurnesjum þar sem það mælist 12,2 prósent. Fréttablaðið/stefán
Atvinnulausum fækkaði í mars miðað við febrúar. Skráð atvinnuleysi var 7,1 prósent í mánuðinum og lækkaði um 0,2 prósentustig á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar.

Alls voru 11.817 atvinnulausir í lok mars og hafði fækkað um 311 frá lokum febrúar. Rúmur helmingur þessa hóps, eða 6.057, hefur verið atvinnulaus lengur en sex mánuði. Þá hefur þriðjungur verið atvinnulaus í meira en eitt ár eða 3.699 einstaklingar.

Atvinnuleysi meðal karla á Íslandi er nú 7,3 prósent en atvinnuleysi meðal kvenna 6,9 prósent. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×