Innlent

Fréttablaðið heldur sterkri stöðu

Umtalsvert hærra hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins les dag- og vikublöð en á landsbyggðinni, enda dreifing önnur víða á landsbyggðinni.
Umtalsvert hærra hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins les dag- og vikublöð en á landsbyggðinni, enda dreifing önnur víða á landsbyggðinni. Fréttablaðið/anton
Lestur á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu eykst lítillega á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við síðasta fjórðung ársins 2011 samkvæmt nýrri prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Lestur á DV dregst talsvert saman milli ársfjórðunga.

Alls lásu 73,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 12 til 80 ára Fréttablaðið að meðaltali á degi hverjum á fyrsta fjórðungi ársins. Það er um 0,5 prósentustigaaukning frá síðasta ársfjórðungi. Um 34,5 prósent úr sama hópi lesa Morgunblaðið, sem er aukning um 2,4 prósentustig.DV er lesið af 11,1 prósenti íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 12 til 80 ára, sem er nokkuð minni lestur en á síðasta ársfjórðungi ársins 2011 þegar 13,3 prósent lásu blaðið.

Litlar breytingar eru á lestri Viðskiptablaðsins, um 10,7 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa hvert tölublað að meðaltali nú, en 10,2 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Óverulegar breytingar verða á lestri Fréttatímans á sama tímabili, og lesa um 54,5 prósent hvert tölublað.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×