Árni Páll styður ekki fækkun ráðuneyta 18. apríl 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir Tekist var á um fyrirhugaða fækkun ráðuneyta á Alþingi í gær. Árni Páll Árnason er á móti því að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Forsætisráðherra vonast eftir stuðningi út fyrir raðir þingmanna ríkisstjórnarinnar. Í umræðum um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands komu fram í máli stjórnarandstöðuþingmanna efasemdir um að ríkisstjórnin hafi meirihluta fyrir áframhaldandi breytingum og fækkun ráðuneyta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um málið. Breytingarnar fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi þrjú ráðuneyti: atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Ráðuneytum fækkar úr tíu í átta. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem til áramóta gegndi embætti efnahags- og viðskiptaráðherra, kvaðst í umræðunum andvígur því að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og kvaðst ekki munu styðja það. Hann sagði málið vanreifað og órökstutt. „Verið er að endurvekja togstreituhættu milli ólíkra eftirlitsstofnana,“ sagði hann og kvað ljóst að breytingin gengi gegn bæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og markmiðum um samstillta hagstjórn. Í kynningu á tillögunni benti Jóhanna hins vegar á að málið hefði verið samþykkt einróma í ríkisstjórn og því vísað til þingflokka þar sem það hefði verið staðfest og vísað til þingsins. „En ég geri líka ráð fyrir að einstakir þingmenn gætu eitthvað haft að athuga við einstaka liði og viljað ná fram breytingum,“ sagði hún. Um leið kvaðst hún hafa trú á því að þingmenn sæju kosti þess að koma á breytingunum þegar frumvarpið væri skoðað í heild sinni. Þannig kvaðst forsætisráðherra eiga von á því að frumvarpið nyti stuðnings meirihluta þingmanna, líka út fyrir raðir stjórnarflokkanna. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra benti á að breytingar í tengslum við stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis væru í takti við það sem gerðist á heimsvísu um hvernig auðlindanýtingu væri fyrir komið. Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra benti á að fyrri breytingar hefðu heppnast vel. „Reynslan frá innanríkis- og velferðarráðuneyti sýnir að hægt er að standa vel að þessum málum. Ég tel að við eigum af kjarki að halda áfram á þessari braut og ljúka boðuðum breytingum á stjórnarráðinu.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Tekist var á um fyrirhugaða fækkun ráðuneyta á Alþingi í gær. Árni Páll Árnason er á móti því að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Forsætisráðherra vonast eftir stuðningi út fyrir raðir þingmanna ríkisstjórnarinnar. Í umræðum um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands komu fram í máli stjórnarandstöðuþingmanna efasemdir um að ríkisstjórnin hafi meirihluta fyrir áframhaldandi breytingum og fækkun ráðuneyta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um málið. Breytingarnar fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi þrjú ráðuneyti: atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Ráðuneytum fækkar úr tíu í átta. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem til áramóta gegndi embætti efnahags- og viðskiptaráðherra, kvaðst í umræðunum andvígur því að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og kvaðst ekki munu styðja það. Hann sagði málið vanreifað og órökstutt. „Verið er að endurvekja togstreituhættu milli ólíkra eftirlitsstofnana,“ sagði hann og kvað ljóst að breytingin gengi gegn bæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og markmiðum um samstillta hagstjórn. Í kynningu á tillögunni benti Jóhanna hins vegar á að málið hefði verið samþykkt einróma í ríkisstjórn og því vísað til þingflokka þar sem það hefði verið staðfest og vísað til þingsins. „En ég geri líka ráð fyrir að einstakir þingmenn gætu eitthvað haft að athuga við einstaka liði og viljað ná fram breytingum,“ sagði hún. Um leið kvaðst hún hafa trú á því að þingmenn sæju kosti þess að koma á breytingunum þegar frumvarpið væri skoðað í heild sinni. Þannig kvaðst forsætisráðherra eiga von á því að frumvarpið nyti stuðnings meirihluta þingmanna, líka út fyrir raðir stjórnarflokkanna. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra benti á að breytingar í tengslum við stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis væru í takti við það sem gerðist á heimsvísu um hvernig auðlindanýtingu væri fyrir komið. Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra benti á að fyrri breytingar hefðu heppnast vel. „Reynslan frá innanríkis- og velferðarráðuneyti sýnir að hægt er að standa vel að þessum málum. Ég tel að við eigum af kjarki að halda áfram á þessari braut og ljúka boðuðum breytingum á stjórnarráðinu.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira