Ríkið ætlar að veita aukið fjármagn í Íbúðalánasjóð 16. apríl 2012 09:00 Íslenska ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna fyrir um ári síðan. Sú upphæð hefur verið tekin til hliðar til að mæta afskriftarþörf sjóðsins og nýtist ekki sem nýtt eigið fé. Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld stefna enn að því að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé svo að eiginfjárhlutfall hans verði að lágmarki 5 prósent. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til þess þarf sjóðurinn að fá um tíu milljarða króna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær féð verður lagt til en Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði að rætt hafi verið um að eiginfjárframlagið yrði reitt fram á þessu ári. Á fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir auknu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs, sem var birtur nýverið, kom fram að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé 2,3 prósent. Samkvæmt reglugerð um starfsemi sjóðsins á langtímamarkmið hans að vera að hlutfallið sé yfir 5 prósent. Það hefur ekki verið svo hátt frá því um mitt ár 2008, eða í tæp fjögur ár. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stjórnvöld hafi boðað að til standi að leggja sjóðnum til aukið eigið fé og að miðað sé við að hann muni í kjölfarið uppfylla langtímamarkmið sitt. „ Ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er um hvenær eigið fé sjóðsins verði aukið, en það ræðst fyrst og fremst af því hvenær liggur fyrir hver endanleg fjárþörf sjóðsins er. Sjóðurinn hefur staðið í ströngu við endurskipulagningu og úrvinnslu skuldamála hjá viðskiptamönnum sjóðsins, bæði einstaklingum og lögaðilum. Núna er ekki er ljóst hvenær því verkefni lýkur en þá verður hægt að áætla fjárþörf sjóðsins.“ Íslenska ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna í lok mars 2011 til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Það framlag var nær allt fært inn á afskriftareikning til að mæta viðbúnum útlánatöpum sjóðsins. Því nýttist framlagið ekki til að auka eiginfé hans. Alls voru 8,3 milljarðar króna af útlánum sjóðsins afskrifaðir endanlega í fyrra, að mestu vegna 110 prósent-leiðarinnar svokölluðu. Auk þess voru 21,8 milljarðar króna á afskriftarreikningi sem sjóðurinn reiknar með að hann þurfi að nýta í frekari afskriftir. thordur@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Stjórnvöld stefna enn að því að leggja Íbúðalánasjóði til aukið eigið fé svo að eiginfjárhlutfall hans verði að lágmarki 5 prósent. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til þess þarf sjóðurinn að fá um tíu milljarða króna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær féð verður lagt til en Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði að rætt hafi verið um að eiginfjárframlagið yrði reitt fram á þessu ári. Á fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir auknu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs, sem var birtur nýverið, kom fram að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé 2,3 prósent. Samkvæmt reglugerð um starfsemi sjóðsins á langtímamarkmið hans að vera að hlutfallið sé yfir 5 prósent. Það hefur ekki verið svo hátt frá því um mitt ár 2008, eða í tæp fjögur ár. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stjórnvöld hafi boðað að til standi að leggja sjóðnum til aukið eigið fé og að miðað sé við að hann muni í kjölfarið uppfylla langtímamarkmið sitt. „ Ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er um hvenær eigið fé sjóðsins verði aukið, en það ræðst fyrst og fremst af því hvenær liggur fyrir hver endanleg fjárþörf sjóðsins er. Sjóðurinn hefur staðið í ströngu við endurskipulagningu og úrvinnslu skuldamála hjá viðskiptamönnum sjóðsins, bæði einstaklingum og lögaðilum. Núna er ekki er ljóst hvenær því verkefni lýkur en þá verður hægt að áætla fjárþörf sjóðsins.“ Íslenska ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna í lok mars 2011 til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Það framlag var nær allt fært inn á afskriftareikning til að mæta viðbúnum útlánatöpum sjóðsins. Því nýttist framlagið ekki til að auka eiginfé hans. Alls voru 8,3 milljarðar króna af útlánum sjóðsins afskrifaðir endanlega í fyrra, að mestu vegna 110 prósent-leiðarinnar svokölluðu. Auk þess voru 21,8 milljarðar króna á afskriftarreikningi sem sjóðurinn reiknar með að hann þurfi að nýta í frekari afskriftir. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira