Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC 7. apríl 2012 12:45 „Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira