Innlent

Óhöppum hjá Strætó fækkar

Unnið hefur verið markvisst að því að auka öryggi farþega og vagnstjóra síðustu ár. fréttablaðið/valli
Unnið hefur verið markvisst að því að auka öryggi farþega og vagnstjóra síðustu ár. fréttablaðið/valli
Óhöpp voru miklu færri hjá strætisvögnum Strætó bs. á fyrstu þremur mánuðum ársins en árin þar á undan. Sautján óhöpp urðu í akstri á þessum mánuðum, en á sama tíma í fyrra voru þau 37. Það var þó óvenju lág tala miðað við árstíma, að því er fram kemur á vef Strætó. Árið 2011 var metár hvað varðar öryggi í akstri hjá fyrirtækinu.

Níu óhöpp í akstri strætisvagna urðu í janúar, þrjú urðu í febrúar en fimm í mars. Í janúar og febrúar var færð þó að miklu leyti erfið. Jóhannes Jóhannesson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Strætó, segir þessa góðu byrjun á árinu koma í framhaldi af góðum árangri í öryggismálum síðustu ár. Óhöppum hafi fækkað ár frá ári síðan 2006 og unnið hafi verið markvisst að því að fækka óhöppum í samstarfi við vagnstjóra og VÍS.

Jóhannes óskar starfsfólki til hamingju með árangurinn á vef Strætó, en í tilefni þessa fékk starfsfólkið páskaglaðning. - þeb


Tengdar fréttir

Endurvekja á vörumerki ódýari bifreiða

Bílar Volkswagen hefur keypt hið gamla og fornfræga bílamerki Borgward og undirmerkin Goliath og Lloyd. Fram kemur á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að Borgward hafi verið nokkuð þekkt bíltegund hér á landi upp úr 1950 og fram á miðjan sjöunda áratuginn. Tegundinni er stundum sagt hafa verið ruglað saman við Wartburg, en á milli Borgward og Wartburg var enginn skyldleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×