Innlent

Endurvekja á vörumerki ódýari bifreiða

Borgward hansa 1500. Myndin er tekin á samkomu eigenda Borgward-bíla í Þýskalandi árið 2005.
Mynd/ Spurzem-Wikipedia
Borgward hansa 1500. Myndin er tekin á samkomu eigenda Borgward-bíla í Þýskalandi árið 2005. Mynd/ Spurzem-Wikipedia
Bílar Volkswagen hefur keypt hið gamla og fornfræga bílamerki Borgward og undirmerkin Goliath og Lloyd. Fram kemur á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda að Borgward hafi verið nokkuð þekkt bíltegund hér á landi upp úr 1950 og fram á miðjan sjöunda áratuginn. Tegundinni er stundum sagt hafa verið ruglað saman við Wartburg, en á milli Borgward og Wartburg var enginn skyldleiki.

„Wartburg (og Trabant) var austur-þýskur en Borgward hafði heimilisfesti sína í gömlu Hansaborginni Bremen í V-Þýskalandi,“ segir á vef FÍB. Þar er jafnframt haft eftir þýska bílatímaritinu AutoBild að hugmyndin með kaupunum sé að endurvekja vörumerki bíla í ódýrari kantinum, ekki ósvipað og Renault hafi gert með Dacia.

„Tímaritið AutoBild getur sér þess til að Volkswagen muni byrja á því að endurvekja þriggja hjóla Golíatinn eða iðnaðarmannabílinn með því að taka afturhlutann á sendibílnum Caddy og setja á hann nýjan framenda með aðeins einu hjóli,“ segir í umfjöllun FÍB, en slíkur bíll myndi ekki kosta nema um 5.500 evrur.

„Slíkur bíll gæti komið á markað strax upp úr miðju næsta ári og þar sem Volkswagen á allt í slíkan bíl yrði hönnun og samsetning því sáraeinföld.“

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×