Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga Tinna Rós skrifar 4. apríl 2012 15:30 Yrsa segist geta talað frá faglegu og persónulegu sjónarhorni þar sem hún hafi staðið í miklum framkvæmdum í gegnum tíðina sjálf. Vísir/Vilhelm „Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum. Gulli byggir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum.
Gulli byggir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira