Hætt við að banna svartadauða í ÁTVR 2. apríl 2012 08:30 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vildi ekki slagorðið "drekkið í friði“ í búðir sínar, en hefur nú skipt um skoðun. Bjórinn með áletruninni umdeildu mun væntanlegur í hillur ÁTVR í næsta mánuði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja." Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðssonar, eiganda vörumerkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaflega að taka bjórinn í sölu vegna slagorðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skilaboð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjármálaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðuneytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí," segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja." Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira