Komst á bragðið í Séð og heyrt 2. apríl 2012 14:00 Svanur Már Snorrason hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði. fréttablaðið/anton „Mig hefur lengi langað að gera eitthvað. Ætli ég myndi ekki teljast dálítið klassískt skúffuskáld,“ segir Svanur Már Snorrason sem hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði. Svanur Már er fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt en hætti þar störfum í janúar í fyrra. Eftir að hann frétti af rafbókafyrirtækinu Emma.is þar sem menn geta sent inn eigið efni og verið sínir eigin herrar ákvað hann að gefa skrifum sínum meiri gaum. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg hugmynd og einsetti mér að setja saman eitthvað af því sem ég átti,“ segir Svanur Már, sem selur bókina sína á 499 krónur. Hann telur rafbækur vera það sem koma skal, sérstaklega varðandi efni sem hefur ekki verið söluvænt eins og ljóð, smásögur, örsögur, samtöl og prósar. Bók hans hefur einmitt að geyma slíkt efni og fjallar um lífið og tilveruna en aðallega þó samskipti kynjanna. Svanur Már viðurkennir að titillinn sé dálítið Séð og heyrt-legur, enda komst hann á bragðið í Móment-pistlum sínum í tímaritinu. Nokkrir þeirra eru einmitt í bókinni. „Eiríkur Jónsson hvatti mig áfram eftir að ég skrifaði einu sinni svona pistil. Þarna var ég að skrifa inn í dálítið knappt form. Það var erfitt en gaman að takast á við það,“ segir hann.-fb Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mig hefur lengi langað að gera eitthvað. Ætli ég myndi ekki teljast dálítið klassískt skúffuskáld,“ segir Svanur Már Snorrason sem hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði. Svanur Már er fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt en hætti þar störfum í janúar í fyrra. Eftir að hann frétti af rafbókafyrirtækinu Emma.is þar sem menn geta sent inn eigið efni og verið sínir eigin herrar ákvað hann að gefa skrifum sínum meiri gaum. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg hugmynd og einsetti mér að setja saman eitthvað af því sem ég átti,“ segir Svanur Már, sem selur bókina sína á 499 krónur. Hann telur rafbækur vera það sem koma skal, sérstaklega varðandi efni sem hefur ekki verið söluvænt eins og ljóð, smásögur, örsögur, samtöl og prósar. Bók hans hefur einmitt að geyma slíkt efni og fjallar um lífið og tilveruna en aðallega þó samskipti kynjanna. Svanur Már viðurkennir að titillinn sé dálítið Séð og heyrt-legur, enda komst hann á bragðið í Móment-pistlum sínum í tímaritinu. Nokkrir þeirra eru einmitt í bókinni. „Eiríkur Jónsson hvatti mig áfram eftir að ég skrifaði einu sinni svona pistil. Þarna var ég að skrifa inn í dálítið knappt form. Það var erfitt en gaman að takast á við það,“ segir hann.-fb
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira