Samfélagið verður grimmara í kreppu 23. mars 2012 13:00 Bjartmar Þórðarson og Bjarni Snæbjörnsson í hlutverkum sínum í Glerdýrunum. Myndir/Anthony Bacigalupo Fátæka leikhúsið frumsýndi Glerdýrin eftir Tennessee Williams í Þjóðleikhúskjallaranum á þriðjudag. Önnur sýning verður á morgun klukkan 15. Heiðar Sumarliðason, þýðandi verksins og leikstjóri, segir uppsetningu verksins hafa verið nýja áskorun. „Fátæka leikhúsið er bara nafn sem ég bjó til utan um þær sýningar sem ég hef leikstýrt og eru settar upp fyrir enga peninga," segir Heiðar Sumarliðason, leikstjóri Glerdýranna, spurður út í heiti leikhópsins. „Leikhúsið er eiginlega bara ég sjálfur en ég hef svo fengið fólk til liðs við mig í hverja sýningu." Meðal verka sem hann hefur sett upp má nefna eigið verk Hetróhetjur, Pizzasendilinn, Rándýr og fleiri, allt evrópsk samtímaverk. Hví ákvað hann að takast á við Tennessee Williams? „Mig langaði að takast á við einhverja nútímaklassík, það var ný áskorun þar sem ég hef ekki gert það áður," segir Heiðar. Sögutími Glerdýranna eru millistríðsárin í Bandaríkjunum þar sem persónur þurfa að glíma við afleiðingar kreppunnar miklu. Fannst Heiðari verkið eiga vel við samtímann? „Eftir kreppuna breytast allar leikreglur og það verður nokkurs konar gengisfelling á manneskjunni. Samfélagið allt verður grimmara þegar að kreppir og fólk sem hefði átt að eiga auðvelt uppdráttar í lífinu rekst allt í einu á tómar hindranir. Þetta er það sem leikritið fjallar um að mínu áliti og, já, það talar til samtímans. Ég er hins vegar sammála því sem Þórhildur Þorleifs sagði þegar hún var spurð hvort Dagleiðin langa ætti erindi í dag. Hún sagði að spurningin um erindið væri gatslitnasta spurning leikhússins. Þetta er bara gott verk með góðum rullum fyrir góða leikara og það hreif mig." Heiðar segir uppfærsluna hefðbundna og enga tilraun gerða til að nútímavæða verkið. „Við bara skoðuðum leikritið og erum í raun að þjónusta höfundinn. Þetta er ekkert flipp af okkar hálfu. Við erum að setja verkið upp eins og okkur finnst eiga að setja það upp, út frá okkar smekk að sjálfsögðu."Heiðar Sumarliðason leikstjóri.Glerdýrin var frumflutt árið 1944 í Chicago og kom Tennessee Williams á kortið sem einum fremsta höfundi leikbókmenntanna. Það hefur tvisvar áður verið sýnt hér á landi, síðast hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1976. Leikendur í sýningu Fátæka leikhússins eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Bjartmar Þórðarson, Tinna Lind Gunnarsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson. Þórdís Jóhannesdóttir gerði leikmyndina, Magnús Arnar Sigurðarson lýsti sýninguna og Gunnar Helgi Guðjónsson keyrir ljósin. Önnur sýning er, eins og áður sagði, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 15 í dag en næstu sýningar verða 26. mars og 2. og 3. apríl klukkan 19.30. fridrikab@frettabladid.is Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Fátæka leikhúsið frumsýndi Glerdýrin eftir Tennessee Williams í Þjóðleikhúskjallaranum á þriðjudag. Önnur sýning verður á morgun klukkan 15. Heiðar Sumarliðason, þýðandi verksins og leikstjóri, segir uppsetningu verksins hafa verið nýja áskorun. „Fátæka leikhúsið er bara nafn sem ég bjó til utan um þær sýningar sem ég hef leikstýrt og eru settar upp fyrir enga peninga," segir Heiðar Sumarliðason, leikstjóri Glerdýranna, spurður út í heiti leikhópsins. „Leikhúsið er eiginlega bara ég sjálfur en ég hef svo fengið fólk til liðs við mig í hverja sýningu." Meðal verka sem hann hefur sett upp má nefna eigið verk Hetróhetjur, Pizzasendilinn, Rándýr og fleiri, allt evrópsk samtímaverk. Hví ákvað hann að takast á við Tennessee Williams? „Mig langaði að takast á við einhverja nútímaklassík, það var ný áskorun þar sem ég hef ekki gert það áður," segir Heiðar. Sögutími Glerdýranna eru millistríðsárin í Bandaríkjunum þar sem persónur þurfa að glíma við afleiðingar kreppunnar miklu. Fannst Heiðari verkið eiga vel við samtímann? „Eftir kreppuna breytast allar leikreglur og það verður nokkurs konar gengisfelling á manneskjunni. Samfélagið allt verður grimmara þegar að kreppir og fólk sem hefði átt að eiga auðvelt uppdráttar í lífinu rekst allt í einu á tómar hindranir. Þetta er það sem leikritið fjallar um að mínu áliti og, já, það talar til samtímans. Ég er hins vegar sammála því sem Þórhildur Þorleifs sagði þegar hún var spurð hvort Dagleiðin langa ætti erindi í dag. Hún sagði að spurningin um erindið væri gatslitnasta spurning leikhússins. Þetta er bara gott verk með góðum rullum fyrir góða leikara og það hreif mig." Heiðar segir uppfærsluna hefðbundna og enga tilraun gerða til að nútímavæða verkið. „Við bara skoðuðum leikritið og erum í raun að þjónusta höfundinn. Þetta er ekkert flipp af okkar hálfu. Við erum að setja verkið upp eins og okkur finnst eiga að setja það upp, út frá okkar smekk að sjálfsögðu."Heiðar Sumarliðason leikstjóri.Glerdýrin var frumflutt árið 1944 í Chicago og kom Tennessee Williams á kortið sem einum fremsta höfundi leikbókmenntanna. Það hefur tvisvar áður verið sýnt hér á landi, síðast hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1976. Leikendur í sýningu Fátæka leikhússins eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Bjartmar Þórðarson, Tinna Lind Gunnarsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson. Þórdís Jóhannesdóttir gerði leikmyndina, Magnús Arnar Sigurðarson lýsti sýninguna og Gunnar Helgi Guðjónsson keyrir ljósin. Önnur sýning er, eins og áður sagði, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 15 í dag en næstu sýningar verða 26. mars og 2. og 3. apríl klukkan 19.30. fridrikab@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira