Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl eru hafnar 15. mars 2012 12:30 Þór Ómar Jónsson leikstjóri og hans fólk var við tökur á Fölskum fugli á BSÍ í gær. Mynd/Valli „Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna," segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræðagemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottóauglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veruleika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmyndasjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi," segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr áramótum ákvað ég að hjóla af stað aftur," segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina." Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vandamönnum". Falskur fugl er fyrsta kvikmyndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meginlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna," segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræðagemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottóauglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veruleika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmyndasjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi," segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr áramótum ákvað ég að hjóla af stað aftur," segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina." Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vandamönnum". Falskur fugl er fyrsta kvikmyndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meginlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira