Innlent

Sorp flokkað á herbergjum

Nú er sorp flokkað á herbergjum hótelsins.
Nú er sorp flokkað á herbergjum hótelsins. fréttablaðið/gva
Grand Hótel Reykjavík hyggst fyrst hótela í borginni taka upp þriggja þátta sorpflokkunarkerfi á herbergjum.

Kerfið er hluti af markvissri flokkun úrgangsefna sem nær til allrar starfsemi hótelsins: eldhúss, veitingastaða, skrifstofa og herbergja.

Þetta er liður í þeirri vinnu að gera hótelið og starfsemi þess umhverfisvænni og að verða leiðandi á sviði umhverfismála.

Starfsmenn hótelsins vilja leita leiða til að minnka umhverfisspor hótelsins og að stuðla að bjartri framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi, segir í frétt á vef Samtaka ferðaþjónustunnar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×