Innlent

Norðlendingar álasa Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
„Ekki er hægt að una slíkum samskiptum á milli stjórnsýslustiga og ámælisvert að æðstu ráðmenn landsins skuli koma þannig fram við heilu landshlutana," segir byggðaráð Skagafjarðar sem kveður stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa undanfarna mánuði árangurslaust reynt að ná fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Samtökin vilja ræða við Jóhönnu um „mjög erfiða stöðu byggða á Norðurlandi vestra og leggja fram tillögur til lausna á þeim vanda". Á skömmum tíma hafi 45 opinber störf horfið úr Skagafirði. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×