Tónlistarsmekkur ráði ekki úrvalinu í ÁTVR 10. febrúar 2012 09:30 Mötörhead Shiraz, rauðvín, bannað í ÁTVR Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi. „Það er langt seilst í rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun ÁTVR," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, um þá ákvörðun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að heimila ekki sölu rauðvínsins Motörhead Shiraz, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Hann hvetur ÁTVR að gæta hófs þegar vörur eru útilokaðar þaðan. Víninu var hafnað þar sem hljómsveitin Motörhead, sem vínið er nefnt eftir, kemur ekki nálægt framleiðslu þess sjálf, auk þess sem nafnið er talið skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og textar sveitarinnar fjalli „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Reglur um vöruval ÁTVR voru lögfestar í fyrsta sinn í fyrra á grundvelli innkaupareglna sem notast hafði verið við um nokkra hríð. „Lagaákvæðið var ekki hugsað til þess að vörum væri hafnað með tilvísun til tónlistarsmekks," segir Helgi, sem hafði lagafrumvarpið til meðferðar í efnahags- og skattanefnd. „ÁTVR hefur verið að vinna með vöruvalsreglur um árabil og þingið samþykkti tillögur fjármálaráðherra um að skjóta lagastoð undir þær reglur og það eru málefnalegar ástæður til þess að ÁTVR hafi slíkar heimildir," segir hann. „Það á ekki síst við þegar verið er að markaðssetja áfengi sérstaklega á börn og ungmenni undir áfengiskaupaaldri í formi sælgætis eða íss eða umbúða af ýmsu tagi, en það er mikilvægt að ÁTVR fari hófsamlega með þessar heimildir." Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsmenn þar ávallt telja sig vera að vinna eftir lögum og reglum hverju sinni. „Og þetta er okkar skoðun, en auðvitað er þetta í einhverjum tilfellum matsatriði," segir hún. Sigrún segir að valinn hópur starfsmanna ÁTVR hafi það með höndum að taka afstöðu til umsókna um reynslusölu, en ákvörðunin sé alltaf á ábyrgð forstjóra. Ekki sé víst að þetta sé heppilegt kerfi, enda taki ákvarðanir ÁTVR ekki til innflutnings og geti veitingastaðir boðið upp á vín sem ÁTVR hafnar. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort það væri ekki heppilegra að það væri einhver sem almennt tæki afstöðu til þess hvað ætti að vera á markaðnum," segir Sigrún, til dæmis stjórnvaldsnefnd sem heyrði beint undir ráðuneytið. stigur@frettabladid.is Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni "Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 9. febrúar 2012 17:23 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi. „Það er langt seilst í rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun ÁTVR," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, um þá ákvörðun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að heimila ekki sölu rauðvínsins Motörhead Shiraz, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Hann hvetur ÁTVR að gæta hófs þegar vörur eru útilokaðar þaðan. Víninu var hafnað þar sem hljómsveitin Motörhead, sem vínið er nefnt eftir, kemur ekki nálægt framleiðslu þess sjálf, auk þess sem nafnið er talið skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og textar sveitarinnar fjalli „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Reglur um vöruval ÁTVR voru lögfestar í fyrsta sinn í fyrra á grundvelli innkaupareglna sem notast hafði verið við um nokkra hríð. „Lagaákvæðið var ekki hugsað til þess að vörum væri hafnað með tilvísun til tónlistarsmekks," segir Helgi, sem hafði lagafrumvarpið til meðferðar í efnahags- og skattanefnd. „ÁTVR hefur verið að vinna með vöruvalsreglur um árabil og þingið samþykkti tillögur fjármálaráðherra um að skjóta lagastoð undir þær reglur og það eru málefnalegar ástæður til þess að ÁTVR hafi slíkar heimildir," segir hann. „Það á ekki síst við þegar verið er að markaðssetja áfengi sérstaklega á börn og ungmenni undir áfengiskaupaaldri í formi sælgætis eða íss eða umbúða af ýmsu tagi, en það er mikilvægt að ÁTVR fari hófsamlega með þessar heimildir." Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsmenn þar ávallt telja sig vera að vinna eftir lögum og reglum hverju sinni. „Og þetta er okkar skoðun, en auðvitað er þetta í einhverjum tilfellum matsatriði," segir hún. Sigrún segir að valinn hópur starfsmanna ÁTVR hafi það með höndum að taka afstöðu til umsókna um reynslusölu, en ákvörðunin sé alltaf á ábyrgð forstjóra. Ekki sé víst að þetta sé heppilegt kerfi, enda taki ákvarðanir ÁTVR ekki til innflutnings og geti veitingastaðir boðið upp á vín sem ÁTVR hafnar. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort það væri ekki heppilegra að það væri einhver sem almennt tæki afstöðu til þess hvað ætti að vera á markaðnum," segir Sigrún, til dæmis stjórnvaldsnefnd sem heyrði beint undir ráðuneytið. stigur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni "Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 9. febrúar 2012 17:23 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30
Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni "Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 9. febrúar 2012 17:23
Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01